Frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna kjarasamnings.

Málsnúmer 201511103

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 759. fundur - 19.11.2015

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 17. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna nýs kjarasamnings sem tók gildi í nóvember 2014 en þegar unnið var að gerð fjárhagsáætlunar 2015-2018 lá nýr kjarasamningur ekki fyrir. Upphæðin er kr. 2.495.974.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015, deild 04510, að upphæð kr. 2.495.974 og að kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.