Frá launafulltrúa; Stuðningsfulltrúar I og II.

Málsnúmer 201510016

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 759. fundur - 19.11.2015

Tekið fyrir minnisblað frá launafulltrúa, dagsett þann 16. nóvember 2015, er varðar leiðréttingu á launum stuðningsfulltrúa í grunnskólum sveitarfélagsins. Heildarkostnaður vegna leiðréttinga á launum starfsmanna aftur til þess tíma sem starfsmenn útskrifuðust eða skiluðu inn gögnum um námslok eru kr. 85.113.



Skilgreiningar skv. starfsmati kjarasamnings:



Stuðningsfulltrúi I 358 stig



Starfsmaður starfar með nemendum með einhvers konar fötlun, röskun og/eða sérþarfir samkvæmt skilgreiningu sérfræðings. Sérþarfir nemendanna eru þess eðlis að þeir þurfa sérstakan starfsmann með sér í öllu skólastarfi. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun. Á við um stuðningsfulltrúa í sérdeildum en getur einnig átt við þar sem ekki eru starfræktar sérdeildir. Ekki er gerð krafa um að starfsmaður hafi lokið sérstöku námi fyrir stuðningsfulltrúa.





Stuðningsfulltrúi II 378 stig



Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa, t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám og talsverða reynslu í starfi. Starfsmaður starfar með nemendum með einhvers konar fötlun, röskun og/eða sérþarfir samkvæmt skilgreiningu sérfræðings. Sérþarfir nemendanna eru þess eðlis að þeir þurfa sérstakan starfsmann með sér í öllu skólastarfi. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun. Á við um stuðningsfulltrúa í sérdeildum en getur einnig átt við þar sem ekki eru starfræktar sérdeildir.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu, vísað á deild 04210.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ef fyrir liggur nám stuðningsfulltrúa s.s. frá Símey þá taki stuðningsfulltrúi laun skv. stuðningsfulltrúi II þótt ekki sé "um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám" að einingarfjölda.