Frá sviðsstjóra félagsmálasviðs; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna fjárhagsaðstoðar.

Málsnúmer 201511068

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 758. fundur - 12.11.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 2. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir viðauka #2 við fjárhagsáætlun 2015 vegna deildar 02110; fjárhagsaðstoð. Óskað er eftir tilfærslu á milli liða kr. 2.470.000 og viðbót við fjárhagsramma að upphæð kr. 2.960.000; alls kr. 5.430.000.



Heimild deildar 02110 er kr. 12.798.000. Bókfærð staða þann 10. nóvember er kr. 18.043.091.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á framlögðu erindi og óskar eftir því að sviðsstjóri félagsmálasviðs komi á fund byggðaráðs um feril fjárhagsaðstoðar og hver þróunin hefur verið á undanförnum árum til samanburðar við önnur sveitafélög.

Byggðaráð - 759. fundur - 19.11.2015

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.



Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 13:16.



Á 758. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, bréf dagsett þann 2. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir viðauka #2 við fjárhagsáætlun 2015 vegna deildar 02110; fjárhagsaðstoð. Óskað er eftir tilfærslu á milli liða kr. 2.470.000 og viðbót við fjárhagsramma að upphæð kr. 2.960.000; alls kr. 5.430.000. Heimild deildar 02110 er kr. 12.798.000. Bókfærð staða þann 10. nóvember er kr. 18.043.091. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á framlögðu erindi og óskar eftir því að sviðsstjóri félagsmálasviðs komi á fund byggðaráðs um feril fjárhagsaðstoðar og hver þróunin hefur verið á undanförnum árum til samanburðar við önnur sveitafélög."



Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir feril fjárhagsaðstoðar og þróunina á undanförnum árum til samanburðar við önnur sveitarfélög.



Til umræðu ofangreint.



Eyrún vék af fundi kl. 14:05.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2015, deild 02110, að upphæð kr. 1.500.000 til að dekka áætlaða fjárhagsaðstoð sem eftir er ársins. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbært fé.