Málsnúmer 201511075Vakta málsnúmer
Til umsagnar tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi, Hörgársveit.
Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.
Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu athafna- og iðnaðarsvæðis auk hafnar og hafnsækinnar starfsemi. Aðkoma að svæðinu er frá Bakkavegi og liggur safngata fyrir miðju svæði niður að hafnarbakka. Gert er ráð fyrir um 16,5 ha landfyllingu með viðlegukanti fyrir stór skip og athafnasvæði hafnar með fjölbreyttum og sveigjanlegum nýtingarmöguleikum.