Tekið fyrir erindi frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, rafpóstur dagsettur þann 26. nóvember 2014 þar sem þess er óskað að sveitarfélagið kosti upplýsingaskjá fyrir ferðamenn í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar.
Slysavarnarfélaginu Landsbjörg langar að setja upp skjáupplýsingakerfi en óskar eftir að Dalvíkurbyggð fjármagni verkefnið sem er áætlað að kosti kr. 290.000 án vsk. Í þeirri upphæð er innifalið eftirfarandi:
sjónvarpið, tölvan og uppsetning á því efni sem þarna verður sett fram og rekstur á kerfinu um aldur og ævi sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg sér um.