Málsnúmer 201409067Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 8:15.
Á 707. fundi byggðarráðs þann 11. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekinn fyrir rafpóstur frá sveitarstjóra, dagsettur þann 9. september 2014 þar sem fram kemur að Gitta Unn Ármannsdóttir og Jónas Leifsson, Syðri-Haga, hafa óskað eftir riftun á samningi um jarðhitaréttindi á þeim forsendum að hann sé orðinn meira en 18 ára gamall og hefur ekki komist í framkvæmd.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi með afrit af umræddum samningi.
Með vísan til þess að byggðarráði var ekki kunnugt um ofangreindan samning þar sem hann er ekki til í skjalasafni Dalvíkurbyggðar samþykkir byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að kanna hvort fleiri sambærilegir samningar séu til. Málið verði síðan afgreitt þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
Sveitarstjóri upplýsti á fundinum að hann hafi falið sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kanna hvort það væru til fleiri slíkir þinglýstir samningar um jarðhitaréttindi en niðurstaðan var að svo er ekki.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerðu byggðarráði grein fyrir upplýsingafundi sínum með forsvarsmönnum Norðurorku, 21. október s.l., er varðar jarðhitaréttindi við Syðri-Haga, Ytri-Vík, Sólbakka og Víkurbakka og samningaviðræður Norðurorku hf. við landeigendur. Norðurorka hefur verið í formlegum viðræðum við ofangreinda landeigendur síðan í byrjun árs 2013.
Þorsteinn vék af fundi kl. 08:35.