Byggðaráð

717. fundur 13. nóvember 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018;umfjöllun byggðarráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201405176Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar breytingar á fjárhagsáætlun 2015-2018 á milli umræðna í sveitarstjórn:
a) Á fundinum voru gerðar nokkrar breytingar á fjárfestingaáætlun málaflokka 32, 42, og 48. Markmiðið er að jafna framkvæmdum á milli áranna 2015-2018.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn kl. 09:40 og vék af fundi kl. 09:57. Til umræðu framkvæmdir vegna gatna og gangstíga.

b) Á 679. fundi byggðaráðs þann 18.10.2013 var eftirfarandi bókað:
1. c) Erindi frá UMFS vegna gervigrasvallar. Mál 201309034.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum eftirfarandi tillögu sem lögð var fram á fundinum:

Byggðaráð samþykkir að fara í samstarf við UMFS um uppbyggingu á gervigrasvelli á vallasvæði félagins. Um er að ræða hálfan merktan völl 48x68m (heildar gervigrassvæði 52x72m) sem staðsettur yrði á æfingasvæði vestan megin við aðalleikvang. Á árunum 2014 og 2015 leggur Dalvíkurbyggð fram styrk að upphæð kr. 40 m hvort ár vegna þessarar framkvæmdar.
Jafnframt samþykkir byggðaráð að setja inná 4 ára áætlun, árin 2016 og 2017 kr. 35 m hvort ár vegna uppbyggingar frjálsíþróttaaðstöðu við aðalvöll og verði stefnt að unglingalandsmóti á Dalvík árið 2017, en þá eru 25 ár frá því fyrsta unglingalandsmót var haldið á Dalvík. Þessar tölur eru settar fram með fyrirvara um aðra fjármögnun og styrki sem kunna að fást vegna þessarar framkvæmdar.
Björn Snorrason greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég er sammála því að þörf er á framkvæmdum vegna æfingarsvæðisins og þá sér í lagi frjálsíþróttaiðkunar en þessi framkvæmd finnst mér of dýr og færa má fyrir því rök að gjöld á bæjarbúa séu oftekin ef hægt er að fjármagna svona stórar framkvæmdir sem nýtist litlu hlutfalli bæjarbúa. Viðgerð á núverandi aðstöðu með venjulegu grasi og bætt frjálsíþróttaaðstaða er það sem ég myndi geta samþykkt. Gervigrasvöllur til fótboltaiðkunar er of dýr framkvæmd með háum rekstrarkostnaði.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áorðnar breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaáætlun og vísar þeim á starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

b) Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fella úr gildi fyrri ákvörðun byggðaráðs frá 18.10.2013 um að veita fjármagni til íþróttamannvirkja í Dalvíkurbyggð á þann hátt sem segir í bókuninni frá 18.10.2013 hér að framan.
Byggðaráð telur að ekki séu lengur forsendur fyrir fyrri ákvörðun byggðaráðs frá 18.10.2013. Um var að ræða tillögu sem var inn á starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2018.

2.Fjárhagsáætlun 2015-2018;Frá Húsabakka ehf; ábendingar um viðhald. Leigusamningur á milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf.

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Kristján Guðmundsson kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl.11:17.

Á 713. fundi byggðarráðs þann 17. október 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað:
Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu ásamt umsjónarmanni fasteigna með forsvarsmönnum Húsabakka ehf. þann 13. október s.l.

Í tillögu að viðhaldi Eignasjóðs frá umhverfis- og tæknisviði er gert ráð fyrir 2,4 m.kr. vegna ársins 2015, en áætlaður kostnaður vegna viðhalds samkvæmt ábendingum í ofangreindu erindi er um 29 m.kr. vegna Húsabakka og þá hefur ekki allt verið tekið með í reikninginn. Einnig liggur fyrir mat umsjónarmanns fasteigna á frekari viðhaldsþörf, s.s. einangra og múra húsin að utan.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að viðhald vegna Húsabakka verði kr. 700.000 árið 2015.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið getur ekki orðið við þeim óskum um viðhald sem fram koma í erindi frá Húsabakka ehf. dagsettu þann 21. ágúst 2014.

Til umfjöllunar húsnæði Húsabakka.
Frekari umfjöllun frestað.

3.Fjárhagsáætlun 2014;Stöðumat janúar - september 2014. Skil frá stjórnendum.

Málsnúmer 201410309Vakta málsnúmer

Frestað.

4.Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014. Áfangi #3; tilnefningar í vinnuhóp.

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Frestað.

5.Frá félagi byggingafulltrúa; Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingafulltrúa.

Málsnúmer 201411023Vakta málsnúmer

Frestað.

6.Frá nefndasviði Alþingis;Endurskoðun laga um lögheimili.

Málsnúmer 201411044Vakta málsnúmer

Frestað.

7.Frá 262. fundi sveitarstjórnar þann 28.10.2014; Varðar beiðni formanns byggðarráðs um leiðréttingu launa.

Málsnúmer 201409177Vakta málsnúmer

Frestað.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 821. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs