Fjárhagsáætlun 2014; Björgunarsveitin Dalvík; Styrkumsókn.

Málsnúmer 201409037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 11:37.

Tekið fyrir erindi frá Björgunarsveitinni Dalvík, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem óskað er eftir að samningur sveitarinnar og Dalvíkurbyggðar verði tekinn til endurskoðunar frá og með næstu áramótum.

Óskað er eftir kr. 3.000.000 til viðbótar við árlegan styrk næstu 3 árin.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur um almenna styrki sveitarfélagsins og þegar þau gögn liggja fyrir þá fari erindið til umhverfisráðs til umfjöllunar.

Byggðaráð - 713. fundur - 17.10.2014

Á 255. fundi umhverfisráðs þann 19. september 2014 var eftirfarandi bókað.

Með innsendu erindi dag. 1. september 2014 óskar björgunarsveitin Dalvík eftir endurskoðun á styrktarsamningi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð leggur til að sá samningur sem í gildi er við björgunarsveitina Dalvík verði endurskoðaður og óskar eftir því við byggðarráð að aukafjárveiting kr 3.000.000 á ári í þjú ár verði veitt á 07-81-9146 vegna endurnýjunar á búnaði og æskulýðsstarfs, en sá hluti samningsins yrði kr. 1.000.000.

Ráðið leggur til að við endurskoðun á rammasamningi verði fjármögnun æskulýðsstarfs sveitarinnar á forræði íþrótta- og æskulýðsráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðbótarstyrk að upphæð 3,0 m.kr. til Björgunarsveitarinnar árlega næstu 3 árin og að gerður verði viðaukasamningur árið 2015, gegn því að sveitarfélagið verði eigandi að upplýsingaskilti við þjóðveginn sunnan við Dalvík og að svæðinu þar undir og í kring.

Við endurskoðun á styrktarsamningi 2013-2015 í lok árs 2015 verði tekið mið af ofangreindu.