Íþrótta- og æskulýðsráð

65. fundur 03. febrúar 2015 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Íris Hauksdóttir mætti ekki á fundinn og boðaði ekki forföll.

1.Ályktun frá 39. samráðsfundi UMFÍ

Málsnúmer 201412123Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf frá Ungmennafélagið Íslands þar sem fram kemur að á 39. sambandsráðsfundi þakkar Ungmennafélags Íslands þeim sveitarfélögum sem stutt hafa við bakið á iðkendum ungmenna- og íþróttafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Jafnframt hvetur sambandsráðsfundurinn öll sveitarfélög til að leggja sitt af mörkum til þess að þessir hópar fá gistingu á viðráðanlegu verði.

Lagt fram til kynningar.

2.Svör stofnana og sviða Dalvíkurbyggðar vegna spurninga um heilsueflandi Samfélag

Málsnúmer 201501115Vakta málsnúmer

Um miðjan janúar var gerð könnun meðal forstöðumanna stofnana og sviðsstjóra í Dalvíkurbyggð varðandi stefnumörkun og ákvarðana sem hafa verið teknar um heilsueflingu síðan verkefnið Heilsueflandi Dalvíkurbyggð hófst.

Stofnanir og svið eru komin mis langt á veg með slíka vinnu en ekki bárust svör frá öllum vinnustöðum.
Starfshópur um heilsueflandi samfélag mun taka saman svörin og miðla hugmyndum til áhugasamra á heimasíðu verkefnisins sem er að finna á www.dalvikurbyggd.is.

Jafnframt var send út spurningakönnun til stærri fyrirtækja í sveitarfélaginu, þær niðurstöður verða jafnframt birtar á heimasíðu verkefnisins.

3.Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201412152Vakta málsnúmer

Farið var yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Helstu breytingar á reglunum er breyting á kosningarfyrirkomulagi, en íþrótta- og æskulýðsráð hefur áhuga á að gera tilraun með rafræna kosningu íbúa á þann veg að hún gildi 30% við næsta kjör. Jafnframt var sett aldurstakmark, 15. ár, sem ekki var áður.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.

4.Skíðafélag Dalvíkur, framlenging á samstarfssamningi.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Skíðafélag Dalvíkur og Golfklúbburinn Hamar sendu inn sameiginlega greinagerð er varðar sameiginlegan starfsmann fyrir félögin ásamt drögum að starfslýsingu og auglýsingu um starfið. Gera félögin að tillögu sinni að framkvæmdastjóri verði ráðin til tveggja ára og Dalvíkurbyggð greiði laun hans þann tíma að fullu.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að formaður og embættismenn fundi á ný með félögunum.

5.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu fulltrúar ungmennaráðs Hugrún Lind Bjarnadóttir, Patrekur Óli Gústafsson og Eiður Máni Júlíusson ásamt Viktori Má Jónassyni starfsmanni ráðsins. Héldu þau kynningu á hlutverki og tilgangi ungmennaráðs þar sem minnt var á mikilvægi þess að málefni sem snerta ungmenni á einn eða annan hátt séu send til umsagnar hjá ungmennaráði.

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar góða kynningu og hlakkar til frekara samstarfs.

Fulltrúar ungmennaráðs véku af fundi eftir þennan dagskrálið.

6.Iðkendaupplýsingar úr Æskurækt haust 2014

Málsnúmer 201501149Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tölfræðiniðurstöður sem unnar hafa verið úr iðkendatölum úr ÆskuRækt. Hlutfall hvatagreiðslna stendur í sumum tilfellum alfarið undir kostnaði á þátttökugjöldum viðkomandi einstaklings og að verulegu leyti í mörgum tilfellum. Með hækkun á hvatagreiðslum í haust er styrkur nú hlutfallslega meiri, en hann hækkaði úr 1.400 í 1.700 á mánuði fyrir hverja tómstund.

Skoða þarf leiðir til að auka skráningu í ÆskuRækt en nokkuð er um að börn iðki íþróttir/félagsstarf en eru ekki skráð.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að fundað verður með gjaldkerum félaganna til að fara yfir ferlið og í samningagerð með íþróttafélögum fyrir næstu ár verði gripið til aðgerða til að upplýsingar úr ÆskuRækt verði sem réttastar.

7.Akstur barna í félagsmiðstöð er búa utan Dalvíkur

Málsnúmer 201410298Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.
Á 63. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs gerði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi grein fyrir fundi sam haldinn var með foreldrum barna er búa utan Dalvíkur. Afgreiðslu var frestað.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur ekki vera svigrúm innan núverandi fjárhagsáætlunar til að geta sinnt akstri fyrir börn er búa utan Dalvíkur.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gerð verði tilraun með akstur í 5 skipti nú í vor. Óskað er eftir aukafjárveitingu sem nemur 200.000 kr. og erindinu því vísað til Byggðaráðs.

Viktor Már Jónasson vék af fundi kl. 10:40.

8.Samningar við íþróttafélög 2016-2018

Málsnúmer 201501151Vakta málsnúmer

Samningar við íþróttafélögin renna út nk. áramót. Farið var yfir núverandi samninga og rætt með hvaða hætti vinna við endurnýjun samninganna færi fram.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að setja á laggirnir starfshóp sem hefði það hlutverk að funda með íþróttafélögunum og gera drög að samningum fyrir 1. júní nk. Starfshópinn skipa, Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Andrea Ragúels.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi