Reglur vinnuskóla um sérstök sumarstörf/verkefni

Málsnúmer 201505024

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 68. fundur - 05.05.2015

Íris Hauksdóttir kom á fundinn þegar þessi liður var rétt hafinn eða kl. 15:30 og sat fundinn til enda.



Fyrir fundinn lágu fyrir drög að reglum um sérstök sumarstörf á vegum Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar. Markmiðið með þeim er að eiga möguleika á að koma til móts við afreksungmenni ef þau, íþróttar sinnar vegna, geta ekki sinnt almennri vinnu yfir sumartímann enda sé viðkomandi við keppni meirihluta sumars. Einnig fyir aðila sem taka þátt í menningar-, og æskulýðstengdum verkefnum eða þátttöku í öðrum afreksverkefnum, t.d. fyrir Íslands hönd.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.