Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti stöðumat stjórnenda hvað varðar stöðu rekstrar í samanburði við fjárhagsáætlun janúar - mars 2015.
Einnig var kynnt rekstraryfirlit janúar - mars 2015 og staða málaflokka og deilda í samanburði við fjárhagáætlun 2015.
Með stöðumati leikskólastjóra Kátakots og Krílakots fylgdi bréf dagsett þann 29. apríl 2015 þar sem upplýst er um kostnað vegna veikindaleyfa sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun, alls kr. 1.184.000. Fram kemur að ekki er metin ástæða til að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að sinni en staðan verður endurmetin við næsta stöðumat og þá skoðað hvort þörf sé á beiðni um aukafjárveitingu.
Staða málaflokka og deilda er almennt metin í lagt af stjórnendum með þeim undantekningum sem fram koma í málum 10, 11, og 12 á dagskrá sem og ofangreind ábending frá leikskólastjóra.