Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á könnun sem lögð var fyrir foreldra varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að tilraun varðandi morgunmat verði gjaldfrjáls. Kostnaðargreining sýndi að viðbótarkostnaður, nema matarkostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. "
Á 366.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Helgi Enarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að tilraun varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla í apríl og maí 2024 verði gjaldfrjáls með því skilyrði að kostnaðurinn, fyrir utan matarkostnað, rúmist innan heimildar í fjárhagsramma Dalvíkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðaukabeiðni fyrir matarkostnaði í byggðaráð fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.