Fræðsluráð

290. fundur 14. febrúar 2024 kl. 08:15 - 10:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fund:Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla,Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti. Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Díana Björk Jónsdóttir,fulltrúi starfsfólks á Krílakoti. Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Hugrún Felixdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla. Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla.

1.Frá starfsmönnum Krílakots vegna styttingu vinnuvikunnar

Málsnúmer 202402064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá starfsfólki Krílakots dags. 13.02.2024.
Fræðsluráð óskar eftir fundi með starfs - og kjaranefnd, stjórnendum leikskóla og fulltrúum starfsfólks. Sviðsstjóra falið að boða til fundar.
Friðrik kom inn á fund kl. 08:30

2.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir síðustu fundagerð stýrihóps um gjaldfrjálsan 6,0 - 6,5 leikskóla.
Fræðsluráð upplýst um málið. Samráðsfundir hagsmunaðila leikskólanna verða í febrúar og mars.

3.Ákvarðanir Persónuverndar um otkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi

Málsnúmer 202401080Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Persónuvernd dags. 11. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar

4.Innviðagreining fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Drög að Innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð unnin af SSNE lögð fyrir. Byggðaráð hafði vísað drögunum til umræðu í fagráðum.
Fræðsluráð fór yfir innviðagreiningu í Dalvíkurbyggð. Kaflinn um menntun lýsir ágætlega innviðum Dalvíkurbyggðar en bæta má inn Tónlistarskólanum TÁT og Símey inn í kaflann. Prófarka þarf texta betur áður en þetta er gefið út.
Mónika kom inn á fund 09:06

5.Skóladagatal skólanna 2024 - 2025

Málsnúmer 202402040Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir verkferil í vinnu við skóladagatöl skólanna.
Fræðsluráð óskar eftir að skólar í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð reyni að samræma sín skóladagatöl sem mest vegna samreksturs á tónlistarskóla. Fræðsluráð telur mikilvægt að skóladagatöl verði unnin í samráði við starfsfólk skólanna.

6.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, og stjórnendur skólanna fara yfir fjárhagsstöðu á málaflokki 04 - Fræðslumál.
Lagt fram til kynningar
Leikskólafólk fór af fundi kl. 09:25

7.Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla - ósk um viðauka

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðu mála og tekur umræðu um næstu skref er varðar móðurmálskennslu.
Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með að þetta sé komið í gang og fagnar góðri þátttöku nemenda.

8.Morgunmatur í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202311011Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á könnun sem lögð var fyrir foreldra varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð leggur til að tilraun varðandi morgunmat verði gjaldfrjáls. Kostnaðargreining sýndi að viðbótarkostnaður, nema matarkostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

9.Tímasetning á byrjun á skóladegi í grunnskóla

Málsnúmer 202311010Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson,skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöður á könnun foreldra varðandi byrjun á skóladegi.
Fræðsluráð leggur til út frá niðurstöðu könnunar að byrjun á skóladegi verði óbreytt að svo stöddu.

10.Þróun rekstrar grunnskóla frá 1996 - 2022

Málsnúmer 202402047Vakta málsnúmer

Tekin fyrir skýrsla um rekstur grunnskóla frá 1996 - 2022
Lagt fram til kynningar

11.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Verið er vinna útboðsgögn varðandi leikskólalóð. Fræðsluráð leggur til að flýta því verki eins og hægt er.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs