Frá Brák íbúðafélagi hses; Kynning frá félaginu

Málsnúmer 202402067

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1096. fundur - 15.02.2024

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags hses, í gegnum TEAMS kl. 12:38.
https://brakibudafelag.is/

Elmar kynnti starfsemi félagsins.

Á heimasíðu félagsins kemur fram:
Brák íbúðafélag hses. er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum með fáar íbúðir í rekstri. Stofnendur Brákar eru nú orðnir 31 sveitarfélag. Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.

Elmar vék af fundi kl. 13:00.
Byggðaráð þakkar Elmari fyrir kynninguna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til frekari umfjöllunar í byggðaráði.

Byggðaráð - 1099. fundur - 07.03.2024

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags hses, í gegnum TEAMS kl. 12:38. https://brakibudafelag.is/ Elmar kynnti starfsemi félagsins. Á heimasíðu félagsins kemur fram: Brák íbúðafélag hses. er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum með fáar íbúðir í rekstri. Stofnendur Brákar eru nú orðnir 31 sveitarfélag. Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna. Elmar vék af fundi kl. 13:00.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Elmari fyrir kynninguna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til frekari umfjöllunar í byggðaráði."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð óski eftir á næsta aðalfundi að gerast aðili að Brák íbúðafélagi hses.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024


Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags hses, í gegnum TEAMS kl. 12:38. https://brakibudafelag.is/ Elmar kynnti starfsemi félagsins. Á heimasíðu félagsins kemur fram: Brák íbúðafélag hses. er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum með fáar íbúðir í rekstri. Stofnendur Brákar eru nú orðnir 31 sveitarfélag. Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna. Elmar vék af fundi kl. 13:00.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Elmari fyrir kynninguna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til frekari umfjöllunar í byggðaráði."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð óski eftir á næsta aðalfundi að gerast aðili að Brák íbúðafélagi hses."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð óski eftir á næsta aðalfundi Brákar íbúðafélagi hses. að Dalvíkurbyggð verði aðili að félaginu.