Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:52 og tók við fundarstjórn.
Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Verksamningur við EB ehf. um slátt og hirðingu opinna svæða í Dalvíkurbyggð rann út á síðasta ári. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að vegna tímaskorts verði Framkvæmdasviði falið að semja við núverandi verktaka á grundvelli eldri samnings fyrir sumarið 2024. Ráðið leggur til að verkið verði boðið út næsta haust og að við gerð nýs útboðs verði meiri áhersla lögð á umhirðu beða og gróðurs samhliða slætti á opnum svæðum. Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.