Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars 2024 var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7. febrúar 2024 þar sem Stefán Örn Stefánsson sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Gullbringuland í Svarfaðardal. Breytingin felst í eftirfarandi: - Stækkun byggingarreits á lóð Bringu. - Skiptingu lóðarinnar Gullbringu í tvær lóðir sem fá staðföngin Gullbringa og Efri Gullbringa. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Gullbringu til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.