Á 32. fundi skipulagsráðs þann 12. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis 302-ÍB við Dalbæ og Karlsrauðatorg lauk þann 10.mars sl.
Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og veitum Dalvíkurbyggðar.
Ein athugasemd barst og eru hún lögð fram ásamt tillögu að svari við efni athugasemdar.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlögð svör við efni athugasemda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.