Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 17. fundur - 14.02.2024

Á fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var samþykkt að gera breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 í tengslum við nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði Dalvíkur.
Breytingin felur í sér eftirfarandi:
- Stækkun íbúðarsvæða ÍB-302 og ÍB-303 á kostnað aðliggjandi svæða O-301 og S-304.
- Stækkun miðbæjarsvæðis M-306 til norðurs á kostnað opins svæðis O-301.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagsráðgjafa um framhald málsins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Skipulagsráð - 18. fundur - 13.03.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu skipulagsráðs um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020 til samræmis við erindið og fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303.

Skipulagsráð - 20. fundur - 08.05.2024

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303 lauk þann 2.maí sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Mílu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar. Umræddar breytingar felast í því að fallið er frá stækkun íbúðarsvæðis ÍB-303 til austurs meðfram Ólafsfjarðarvegi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 20.fundi skipulagsráð var eftirfarandi bókað:
Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303 lauk þann 2.maí sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Mílu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að tillagan verði auglýst skv. 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar. Umræddar breytingar felast í því að fallið er frá stækkun íbúðarsvæðis ÍB-303 til austurs meðfram Ólafsfjarðarvegi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að tillagan verði auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingum til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar.