Endurnýjun fjallgirðingar - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202409108

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 25. fundur - 25.09.2024

Erindi dagsett 23.september 2024 þar sem Óðinn Steinsson f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun fjallgirðingar við rætur Upsa. Framkvæmdin felur m.a. í sér jöfnun lands undir girðingarstæði með jarðýtu, um 5 m breitt belti. Lengd girðingarstæðis er um 3 km.
Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 23.september 2024 þar sem Óðinn Steinsson f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun fjallgirðingar við rætur Upsa. Framkvæmdin felur m.a. í sér jöfnun lands undir girðingarstæði með jarðýtu, um 5 m breitt belti. Lengd girðingarstæðis er um 3 km. Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út þegar öll tilskilin gögn hafa borist.