Smáravegur 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 202409071

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 25. fundur - 25.09.2024

Erindi dagsett 2.september 2024 þar sem Ívar Örn Vignisson og Erna Þórey Björnsdóttir sækja um leyfi til stækkunar húss á lóð nr. 7 við Smáraveg.
Fyrirhugað er að byggja við íbúðarhús og endurnýja bílgeymslu.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Smáravegi 5 og 9 og Mímisvegi 8, 10 og 12.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 47. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 2.september 2024 þar sem Ívar Örn Vignisson og Erna Þórey Björnsdóttir sækja um leyfi til stækkunar húss á lóð nr. 7 við Smáraveg. Fyrirhugað er að byggja við íbúðarhús og endurnýja bílgeymslu. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Smáravegi 5 og 9 og Mímisvegi 8, 10 og 12. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Smáravegi 5 og 9 og Mímisvegi 8, 10 og 12.