Hreinsunarátak 2024

Málsnúmer 202404143

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 20. fundur - 03.05.2024

Deildarstjóri lagði fram tillögu að uppfærðum markmiðum hreinsunarátaks frá 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlögð markmið hreinsunarátaks.
Ráðið leggur til að hreinsunardagur á Dalvík verði laugardaginn 8.júní nk. Gert verði ráð fyrir rýmri opnunartíma á gámasvæði þann dag. Deildarstjóra er falið að auglýsa hreinsunardaga á Dalvík, Hauganesi og Árskógssandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 20.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3.maí sl., var eftirfarandi bókað:
Deildarstjóri lagði fram tillögu að uppfærðum markmiðum hreinsunarátaks frá 2023.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlögð markmið hreinsunarátaks.
Ráðið leggur til að hreinsunardagur á Dalvík verði laugardaginn 8.júní nk. Gert verði ráð fyrir rýmri opnunartíma á gámasvæði þann dag. Deildarstjóra er falið að auglýsa hreinsunardaga á Dalvík, Hauganesi og Árskógssandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tók:
Freyr Antonsson og leggur hann fram eftirfarandi tillögu að hreinsunardagur á Dalvík, Hauganesi og Árskógssandi verði haldinn þann 25.maí í stað 8.júní.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um markmið hreinsunarátaks. Jafnfram samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeilar að auglýsa hreinsunardaga í Dalvíkurbyggð.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 25. fundur - 04.10.2024

Farið yfir stöðu á hreinsunarátaki sveitarfélagsins og það sem hefur áunnist í sumar.
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að taka saman frétt á heimasíðu um stöðu hreinsunarátaksins. Ráðið leggur til að átakinu verði haldið áfram á næsta ári og að fjármagn til þess verði sett í fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.