Veitu- og hafnaráð

139. fundur 23. október 2024 kl. 08:15 - 10:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Teknar fyrir eftirfarandi gjaldskrár:
a) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar
b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur
c) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar
d) Gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar.
a) Eftirfarandi breytingar voru gerðar á Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Gjaldskrá hækkar almennt um 3,9% en breytingar voru gerðar á nokkrum liðum. Þær helstu eru: innheimt verður fyrir rafmagn skv tveim flokkum: hver kWst fyrir rafmagn í smábátahöfnum verði kr. 26,50 og hver kWst fyrir rafmagn til skipa, báta, verktaka og annara verði kr. 24.-
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum þessar breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Þá er lögð til breyting á gjöldum fyrir smábáta þ.a. bás við flotbryggju fyrir báta undir 20 brt. greiði kr. 18.240.- og Bátar yfir 20 brt. greiði tvöfalt gjald eða kr. 36.480.-
Samþykkt með 3 atkvæðum, tveir greiddu atkvæði á móti þessari breytingu þeir Sigvaldi og Gunnþór.

b) Eftirfarandi breytingar voru gerðar á Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, hækkun á gjaldskrár um 3,5%. Þá eru sett inn ný grein önnur gjöld. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.

c) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar er hækkuð um 3,5% og sett inn ný grein önnur gjöld. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða 5 atkvæðum gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.

d) Gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar er hækkuð um 3,5% og 3.mgr. 3.gr. verður felld út. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum gjaldskrá fráveitu Dalvikurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri