Leiguíbúðir

Málsnúmer 202409040

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 280. fundur - 10.09.2024

Formaður félagsmálaráðs ræddi hugmyndir um byggingu á leiguíbúðum á svæði í kringum Dalbæ. Mikilvægt er að horfa til framtíðar hvað varðar þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins og búseta eitt af því sem ræða þarf.
Félagsmálaráð skorar á stjórn Dalbæjar og sveitastjórn að vinna að því að byggja upp tólf leiguíbúðir í nálægð við Dalbæ.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Formaður félagsmálaráðs ræddi hugmyndir um byggingu á leiguíbúðum á svæði í kringum Dalbæ. Mikilvægt er að horfa til framtíðar hvað varðar þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins og búseta eitt af því sem ræða þarf. Niðurstaða:Félagsmálaráð skorar á stjórn Dalbæjar og sveitastjórn að vinna að því að byggja upp tólf leiguíbúðir í nálægð við Dalbæ."
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur til að stofnaður verði vinnuhópur sem verði þannig skipaður:
Formaður og varaformaður stjórnar Dalbæjar
Hjúkrunarframkvæmdastjóri Dalbæjar
Sveitarstjóri
Aðalmenn í byggðarráði.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1139. fundur - 06.02.2025

Á 371. fundi sveitarstjórnar þann 17. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Formaður félagsmálaráðs ræddi hugmyndir um byggingu á leiguíbúðum á svæði í kringum Dalbæ. Mikilvægt er að horfa til framtíðar hvað varðar þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins og búseta eitt af því sem ræða þarf.
Niðurstaða:Félagsmálaráð skorar á stjórn Dalbæjar og sveitastjórn að vinna að því að byggja upp tólf leiguíbúðir í nálægð við Dalbæ."
Niðurstaða : Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur til að stofnaður verði vinnuhópur sem verði þannig skipaður:
Formaður og varaformaður stjórnar Dalbæjar
Hjúkrunarframkvæmdastjóri Dalbæjar
Sveitarstjóri
Aðalmenn í byggðarráði.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.

Byggðaráð - 1140. fundur - 13.02.2025

Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn."

Með fundarboði fylgdi drög að ofangreindu erindisbréfi vinnuhóps um uppbyggingu á leiguíbúðum við Dalbæ.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi með breytingum sem gerðar voru á fundinum um að sveitarstjóri heldur utan um hópinn og forseti sveitarstjórnar til vara.

Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 377. fundur - 18.02.2025

Á 1140.fundi byggðaráðs þann 13.febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1139. fundi byggðaráðs þann 6. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn."

Með fundarboði fylgdi drög að ofangreindu erindisbréfi vinnuhóps um uppbyggingu á leiguíbúðum við Dalbæ.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi með breytingum sem gerðar voru á fundinum um að sveitarstjóri heldur utan um hópinn og forseti sveitarstjórnar til vara.

Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók:
Freyr Antonsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um uppbyggingu á leiguíbúðum við Dalbæ.