Málsnúmer 202409092Vakta málsnúmer
Tekið var fyrir erindi frá Landvernd dags. 26.09.2024 auk bókunar frá Byggðaráði frá fundi 1122. Þar var bókað "Tekið fyrir erindi frá Landvernd sem vekur athygli á hvatningarátaki Landverndar og Grænfánaverkefnisins undir heitingu Nægjusamur nóvember. Þar sem lagt er til að nægjusemi sé viðhöfð sem jákvætt skref fyrir okkur sem einstaklinga og samfélag til þess að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistsporið okkar. Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins og áherslur á nægjusemi er mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.
Þetta er hvatning til sveitarfélaga til þess að taka þátt í átakinu og hvetja til nægjuseminnar hvort sem það er með viðburðarhaldi, greinaskrifum eða bara með því að fylgjast með og njóta átaksins."
Þar sem Dalbæ er nú ætlað stærra hlutverk við þjónustu íbúa sveitarfélagsins óskar ráðið eftir að aðrir samningar sem eru í gildi á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar verði yfirfarnir. Félagsmálaráð vísar málinu til Byggðaráðs.