Félagsmálaráð

282. fundur 08. október 2024 kl. 08:15 - 10:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Gott að eldast

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar hins vegar.
Félagsmálaráð samþykkir samninginn með fimm greiddum atkvæðum.

Þar sem Dalbæ er nú ætlað stærra hlutverk við þjónustu íbúa sveitarfélagsins óskar ráðið eftir að aðrir samningar sem eru í gildi á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar verði yfirfarnir. Félagsmálaráð vísar málinu til Byggðaráðs.

2.Niðurstöður frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna

Málsnúmer 202409094Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar niðurstöður á frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar Velferðarmála. En þann 29. febrúar sl. sendi GEV erindi til allra sveitarfélaga á landinu tilkynningu um frumkvæðisathugun á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna hjá sveitarfélögum. Samkvæmt athugum GEV á reglum Dalvíkurbyggðar bárust nokkrar ábendingar um vísun í málsgreinar í reglum en endurnýja þarf 3 reglur og er það nú þegar í vinnslu.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að uppfæra reglurnar samkvæmt ábendingum frá GEV og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.

3.Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir drög að samningu um dagþjónustu við Dalbæ,heimili aldraðra. Bætt var við einum degi í dagþjónustu fyrir árið 2024 og var farið yfir hvernig það hefur verið nýtt og umræða um framhaldið.
Lagt fram til kynningar.

4.Styrktarsamningur

Málsnúmer 202212053Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að samningi við félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að vinna samninginn og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

5.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202406048Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2025.
Félagsmálaráð þakkar félagsmálastjóra fyrir góða yfirferð og samþykkir með fimm greiddum atkvæðum fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2025.

6.Útivistarreglurnar

Málsnúmer 202409164Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rafpóstur dags. 02.09.2024 frá Samanhópnum þar sem kynnt var að undanfarin ár hafi mörg sveitarfélög sent segulspjöld með útivistarreglum til heimila barna í ákveðnum árgöngum. Saman hópurinn telur til að ná sem flestra sé best að senda segulspjöldin til nemenda í 2. og 7.bekk.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að kaupa segulspjöld með útivistarreglunum og senda á heimili barna í 2. og 7.bekk. Félagsmálaráð vill að gert verði ráð fyrir að senda á þessa bekki í upphafi hvers skólaárs.

7.Nægjusamur nóvember

Málsnúmer 202409092Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Landvernd dags. 26.09.2024 auk bókunar frá Byggðaráði frá fundi 1122. Þar var bókað "Tekið fyrir erindi frá Landvernd sem vekur athygli á hvatningarátaki Landverndar og Grænfánaverkefnisins undir heitingu Nægjusamur nóvember. Þar sem lagt er til að nægjusemi sé viðhöfð sem jákvætt skref fyrir okkur sem einstaklinga og samfélag til þess að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistsporið okkar. Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins og áherslur á nægjusemi er mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.

Þetta er hvatning til sveitarfélaga til þess að taka þátt í átakinu og hvetja til nægjuseminnar hvort sem það er með viðburðarhaldi, greinaskrifum eða bara með því að fylgjast með og njóta átaksins."
Lagt fram til kynningar.

8.Iðja í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202410037Vakta málsnúmer

Farið var yfir skilgreiningar á atvinnutengdum þjónustuúrræðum fyrir fatlaða og Iðju/hæfingu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi