Útivistarreglurnar

Málsnúmer 202409164

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 282. fundur - 08.10.2024

Lagt fram til kynningar rafpóstur dags. 02.09.2024 frá Samanhópnum þar sem kynnt var að undanfarin ár hafi mörg sveitarfélög sent segulspjöld með útivistarreglum til heimila barna í ákveðnum árgöngum. Saman hópurinn telur til að ná sem flestra sé best að senda segulspjöldin til nemenda í 2. og 7.bekk.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að kaupa segulspjöld með útivistarreglunum og senda á heimili barna í 2. og 7.bekk. Félagsmálaráð vill að gert verði ráð fyrir að senda á þessa bekki í upphafi hvers skólaárs.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 282. fundi félagsmálaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram til kynningar rafpóstur dags. 02.09.2024 frá Samanhópnum þar sem kynnt var að undanfarin ár hafi mörg sveitarfélög sent segulspjöld með útivistarreglum til heimila barna í ákveðnum árgöngum. Saman hópurinn telur til að ná sem flestra sé best að senda segulspjöldin til nemenda í 2. og 7.bekk.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að kaupa segulspjöld með útivistarreglunum og senda á heimili barna í 2. og 7.bekk. Félagsmálaráð vill að gert verði ráð fyrir að senda á þessa bekki í upphafi hvers skólaárs."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum segulspjöldum með útvistarreglunum á lið 02320-4390 í fjárhagsáætlun félagsmálasviðs.