Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 22. desember 2023, þar sem meðfylgjandi er formlegt erindi eftir fund vegna viðbyggingar við VMA vegna starfsnámsskóla. Fram kemur að mikilvægt er að gengið verið frá meðfylgjandi samningi við sveitarfélögin svo að málið geti haldið áfram. Kostnaðaráætlun er að mjög breiðu bili en sveitarfélögin munu eiga fulltrúa þegar kemur að því að samþykkja tilboð.
Í samningsdrögum er gert ráð fyrir að sveitarfélögin við Eyjafjörð greiði 40% af stofnkostnaði við fyrirhugaða viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við VMA, þar af hlutdeild Dalvíkurbyggðar kr. 2,867%.