Tekið fyrir loftgæðarannsókn frá Eflu, sbr. minnisblað dagsett þann 14. desember sl. Settir voru upp loftgæðamælar þann 18. október sl. í mismunandi rýmum á Skristofum Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur. Settir voru upp 5 síritar sem söfnuðu gögnum um koltvísýringsinnihlad, hitastig og rakstig til 9. nóvember sl.
Niðurstaðan gefur til kynna að loftgæði innanhúss er verulega ábótavant. Veruleg koltvísýringsuppsöfnun á sér stað þar sem gildi fara daglega yfir skammtímahámark. Almennt er fullum loftskiptum ekki náð á milli daga sem bendir til að náttúruleg loftræsting svo sem opnanleg fög uppfyllir ekki þörf notenda. Meðalhiti rýmanna er undir viðmiði reglugerðar og er hitareglun hússins óstöðug sem stuðlar að óþægindum notenda.
Á viðhaldsáætlun Eignasjóðs fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir kr. 3.000.000 vegna loftræstingar og kr. 500.000 vegna rafstýringa á gluggum í Þjónustuveri.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að óskað hefur verið eftir við Eignasjóð um úrbætur vegna skorts á loftræstingu á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun í mörg undanfarin ár. Málið var til dæmis skoðað árið 2006 og ræddar hugmyndir um úrbætur.
Gísli vék af fundi kl. 14:10.