Tekið fyrir erindi frá Benedikt Snæ Magnússyni, formanni stjórnar Dalbæjar fyrirhönd stjórnar, dagsett þann 18. desember sl, þar sem
a) óskað er eftir kr. 800.000 vsk fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að kaupa vinnu við að gera burðarþolsmælingar á húsnæði Dalbæjar vegna þeirra hugmynda að hvort möguleikis é að bæta við þriðju hæðinni á húsið.
b) óskað er eftir því að Dalvíkurbyggð komi að stofnun stýrihóps sem myndi leiða áfram vinnu varðandi þær hugmyndir að bætt verði við einni hæð ofan á húsnæði Dalbæjar, auk þess að bætt yrði við byggingarreitur vestan við núverandi húsnæði svo að húsin myndu mynda einskonar U á lóðinni. Stjórnin hefur hug á því að vinna að framtíðarskipulagi Dalbæjar, skipuleggja lóð og svæði fyrir heimilið. Ástæða þess er að Dalbær hefur ekki yfir að ráða starfsmönnum sem geta leitt þessa vinnu einir og sér.
Tillögur stjórnar Dalbæjar að fulltrúum í stýrihóp eru: Benedikt Snær Magnússon, formaður stjórnar, Rúna Kristín Sigurðardóttir, varaformaður stjórnar, Elísa Rún Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Dalbæjar.
Til umræðu ofangreint.