Trúnaðarmál

Málsnúmer 202401070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1093. fundur - 18.01.2024

a) Viðaukabeiðni vegna veikindalauna. Trúnaðarmál.

Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.963.285 vegna veikindalauna, viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

b) Viðaukabeiðni vegna aðkeyptrar vinnu frá félagsráðgjafa.
Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 15. janúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 vegna aðkeyptrar þjónustu frá félagsráðgjafa. Félagsráðgjafi hefur verið starfandi við skólann frá 1. október sl. sem verktaki í um 20% starfshlutfalli. Samningur um þjónustu félagráðgjafa hefur þegar verið endurnýjaður út janúar og rúmast sú upphæð innan ramma um þjónustukaup.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla, viðauki nr. 5 við fjárhagáætlun 2024, að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

a) Viðaukabeiðni vegna veikindalauna.

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.963.285 vegna veikindalauna, viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."

b) Viðaukabeiðni vegna félagsráðgjafa í Dalvíkurskóla.
b) Viðaukabeiðni vegna aðkeyptrar vinnu frá félagsráðgjafa. Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 15. janúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 vegna aðkeyptrar þjónustu frá félagsráðgjafa. Félagsráðgjafi hefur verið starfandi við skólann frá 1. október sl. sem verktaki í um 20% starfshlutfalli. Samningur um þjónustu félagráðgjafa hefur þegar verið endurnýjaður út janúar og rúmast sú upphæð innan ramma um þjónustukaup. Niðurstaða:b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla, viðauki nr. 5 við fjárhagáætlun 2024, að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 4.963.285 vegna veikindalauna og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 vegna félagsráðgjafa og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.