Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 9. janúar 2024, þar sem fram kemur að þann 20. desember sl. kvað Héraðsdómur Reykavíkur upp dóm í máli Reykavíkurborgar á hendur íslenska ríkinu vegna Jöfnuanrsjóðs sveitarfélaga. Með dómnum var ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs gert að greiða Reykjavíkurborg kr. 3.370.162.909 með vöxtum og dráttarvöxtum. Í stuttu máli taldi Héraðsdómur að gamalt reglugerðarákvæði sem mælti fyrir um að Reykjavíkurborg fengi ekki úthlutað framlögum úr Jöfnunarsjóði vegna reksturs gunnskóla vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál uppfyllti ekki lagaáskilnaðarkröfu 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum. Fram kemur að ráðherra hefur að höfðu samráði við ríkislögmann ákveðið að óska eftir því að málinu verði áfrýjað. Í þessu ljósi mun ráðherra ekki beita sér fyrir því að frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði afgreitt frá Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi heludr verði beðið með heildarendurskoðunina þar til óvissunni hefur veri eytt. Ráðherra mun hins vegar gaumgæfa öll tilefni til breytingar á núverandi regluverki sem miða að því að styrkja skilvirkni og markvissa framkvæmda úthlutungar í samræmi við lögundið hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.