Á 1072. fundi byggðaráðs þann 29. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 26. júní 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 1.080.000 vegna kaupa og innleiðingar á veskislausn frá Wise. Í erindinum koma fram helstu rök starfsmanna fyrir kaupum og innleiðingu. Lagt er til að byrjað verði að innleiða lausnina í Íþróttamiðstöðinni vegna sundlaugarkorta.Niðurstaða:Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að óska eftir tilboði frá Wise miðað við ef veskislausnin yrði innleidd heilt yfir fyrir fleiri stofnanir sveitarfélagsins miðað við notkunarmöguleika Veskislausnar, s.s. bókasafn, líkamsrækt, gámastöðvar, tónlistarskóla."
Með fundarboði fylgdi uppfært verkefniságrip í samræmi við ofangreindar áherslur.
Til umræðu.