Umhverfis- og dreifbýlisráð

16. fundur 05. janúar 2024 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Freyr Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður Gunnar Kristinn Guðmundsson óskar eftir afbrigðum við dagskrá að bæta við máli nr. 202312040 undir 5.tl. og máli nr. 202304162 starfs- og fjárhagsáætlun fjárfestingar og framkvæmdir undir 9.tl.

1.Styrkur til Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202304123Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund umhverfis- og dreifbýlisráðs Friðjón Árni Sigurvinsson upplýsingafulltrúi.

Fyrir fundinum liggja hugmyndir frá íbúum varðandi ráðstöfun á styrk til uppbyggingar í Bögg og Brúarhvammsreit. Auglýst var eftir hugmyndum á betraisland.is með það að markmiði að fá fram margar mismunandi hugmyndir.
Umhverfis- og dreifbýlisráð telur ljóst að niðurstaða könnunnar meðal íbúa hafi ekki náð markmiði sínu, þar sem einungis sjö tillögur bárust. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leita eftir samstarfi við Skógræktarfélag Eyfirðinga um hönnun reitanna.
Friðjón Árni vék af fundi kl. 8:40

2.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2023, fundargerðir fjallskilanefnda

Málsnúmer 202306069Vakta málsnúmer

Um er að ræða sama mál og er á dagskrá undir 3.tl. í fundarboði mál nr. 202311047. Lagt fram til kynningar gangnaseðill Dalvíkurdeildar og fundargerð Dalvíkurdeildar dags. 16.ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir fjallskiladeilda 2023

Málsnúmer 202311047Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir fjallskiladeilda í Dalvíkurbyggð.

Svarfdæladeild, 33.fundur dags. 29.ágúst 2023 og 34.fundur dags. 31.ágúst 2023.
Árskógsdeild dags. 3.september 2023 og niðurröðun fjallskila.
Dalvíkurdeild dags. 16.ágúst 2023
Umhverfis- og dreifbýlisráð þakkar fjallskiladeildum Dalvíkurbyggðar fyrir vel unnin störf.

Lagt fram til kynningar.

4.Öryggismál á hafnarsvæðinu á Dalvík

Málsnúmer 202306050Vakta málsnúmer

Á 363.fundi sveitarstjórnar þann 28.nóvember sl., var eftirfarandi bókað:

Til máls tók: Freyr Antonsson, sem leggur til að málinu verði vísað í Umhverfis- og dreifbýlisráð varðandi ráðstafanir um umferðaröryggi meðan deiliskipulagsvinnu og framkvæmdum er ekki lokið. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

Málið hefur hlotið umfjöllun í veitu- og hafnarráði, skipulagsráði og umhverfis- og dreifbýlisráði.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að leita eftir samstarfi við Vegagerðina um tillögur til þess að stýra umferð um Karlsrauðatorg neðan Hafnarbrautar og niður á höfn. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

5.Snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal - samningur fyrirkomulag

Málsnúmer 202312040Vakta málsnúmer

Á 1091.fundi byggðaráðs þann 14.desember 2023 var til umræðu snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal, samningar og fyrirkomulag. Einnig til umræðu reynslan af heimreiðamokstri og gildandi reglum sem eru hluti af gildandi viðmiðunarreglum um snjómokstur.
Niðurstaða: Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins í upphafi næsta árs.
Til umræðu reglur um snjómokstur sem settar voru í febrúar 2023 samkvæmt minnisblaði frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sveitarstjóra að fara yfir reglurnar með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði. Jafnframt leggur umhverfis- og dreifbýlisráð áherslu á að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins og auglýstar á samfélagsmiðlum. Samþykkt samhljóð með 4 atkvæðum.

6.Gjaldskrá 2024; Molta ehf.

Málsnúmer 202311026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynninga gjaldskrá Moltu ehf., sem tók gildi þann 1.janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

7.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Húsabakkavega nr. 8038-01 af vegaskrá

Málsnúmer 202311048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samrit af tilkynningu frá Vegagerðinni dags. 7.nóvember til eiganda Húsabakka í Svarfaðardal um niðurfellingu Húsabakkavegar af vegaskrá þar sem hann uppfyllir ekki lengur skilyrði vegalaga um þjóðvegi.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023; Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra

Málsnúmer 202302095Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð 232.fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands dags. 15.nóvember 2023 og fundargerð 233.fundar dags. 13.desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir fjárfestingar og framkvæmdir ársins 2024 sem heyra undir umhverfis- og dreifbýlisráð. Lagt fram til umræðu og kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Freyr Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri