Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur fyrir hönd fleiri íbúa sem undirrita erindið, dagsett þann 8. maí 2023, þar sem vísað er til samþykktar byggðaráðs frá 13. apríl sl. um að áhersla verði lögð á lagningu hjólastígs samhliða lagningu jarðstrengs frá Árskógarskóla til Dalvíkur. Jafnframt var lagt til að gengið yrði frá yfirlýsingu og samningi við þá landeigendur sem heimila lagningu hjólastíg á landi þeirra þrátt fyrir að hann kæmi ekki fyrr en eftir einhver ár. Undirrituð óska eftir að ákvörðunin verði endurskoðuð með það að markmiði að öll Árskógsströnd verði tengd saman í fyrsta áfanga. Meðfylgjandi er rökstuðningur í 4 liðum.
Byggðaráð vill ítreka að stígurinn er í hönnun í heild sínni og stígurinn verður lagður alla leið þegar samþykki fæst frá öllum landeigendum sem hlut eiga að máli. Fyrir liggur að tveir landeigendur sunnan Árskógarskóla hafa hafnað því að stígurinn verði lagður og ákvörðun sem vísað er til er tekin á grundvelli þess.