Frá Sverri Bergssyni; Umsókn um byggingaleyfi. Sjávargata 6B, Árskógssandi, ósk um niðurrif og nýbyggingu á lóð.

Málsnúmer 202307005

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Tekið fyrir erindi frá Sverri Bergssyni, dagsett þann 6. júli þar sem sótt er um leyfi til að rífa hús við Sjávargötu 6B á Árskógssandi og byggja annað í staðinn. Gert er ráð fyrir að nýja húsið verði aðeins stærra en það sem fyrir er og því þarf að gera grenndarkynningu áður en hægt er að afgreiða umsókn um byggingaleyfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi tillaga um að rífa húsið við Sjávargötu 6B á Árskógssandi verði rifið og annað byggt í staðinn verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Grenndarkynning skal ná til lóðarhafa við Sjávargötu 2, 4, 6 og 6A.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Á fundi byggðaráð Dalvíkurbyggðar þann 13. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 erindi frá Sverri Bergssyni kt. 210465-3089 þar sem hann sækir um leyfi til að rífa núverandi atvinnuhúsnæði sitt við Sjávargötu 6b á Árskógssandi. Húsið er með tvíhalla þaki, byggt árið 1966. Birt stærð húsnæðisins er 288.0 m² og lóðarstærð er 368.0 m².
Sverrir Bergsson sækir jafnframt um að fá að byggja nýtt atvinnuhúsnæði á grunni núverandi húss. Um er að ræða hús með tvíhalla þaki, burðargrind þess er úr límtré, en útveggir og þak eru úr samlokueiningum með steinullareinagrun á milli litaðri álplatna (Yleinnigar). Vegghæð nýbyggingar er 6 m í stað 3 m á núverandi húsi og mænishæð hækkar úr 6 m í 7.4 m.
Lóðin Sjávargata 6b er inná svæði sem skilgreint er í gildandi aðalskipulagi sem hafnarsvæði.
Grenndarkynningargögn voru send til lóðarhafa við Sjávargötu 2, 4, 6 og 6A. Kynningartími á grenndarkynningargögnunum var fjórar vikur eða frá 6.október 2023 til 7. nóvember 2023.
Grenndarkynningu lauk 7.nóvember sl. og bárust tvær athugasemdir frá eigendum Sjávargötu 2, 4, 6 og 6A, gerð er athugasemd við misræmi á mænishæðum í útsendum grenndarkynningargögnum.

Sveitarstjóri sendi út tölvupóst 2. nóvember 2023 á þá aðila sem fengið höfðu grenndarkynningargögn þar sem misræmi á mænishæð eftir breytingu var leiðrétt. Teikning sú sem byggðaráð tók ákvörðun sína um að senda erindi Sverris Bergssonar dags. 6. júlí 2023 í grenndarkynningu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010 var dagsett 10. maí 2023 og á þeirri teikningu er mænishæð endurbyggingar 7.4 m.

Skipulagsráð felur sveitarstjóra að leggja fram tillögur að viðbrögðum við innsendum athugasemdum á desemberfundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Skipulagsráð - 15. fundur - 13.12.2023

Grenndarkynningu áforma á lóð nr. 6B við Sjávargötu, Árskógssandi lauk þann 7. nóvember sl. Tvær athugasemdir bárust.
Í ljósi innkominna athugasemda leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að umsókn um hækkun mænishæðar í 7,4 m verði hafnað og að leyfileg hámarkshæð húss verði 6 m.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Grenndarkynningu áforma á lóð nr. 6B við Sjávargötu, Árskógssandi lauk þann 7. nóvember sl. Tvær athugasemdir bárust. Niðurstaða:Í ljósi innkominna athugasemda leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að umsókn um hækkun mænishæðar í 7,4 m verði hafnað og að leyfileg hámarkshæð húss verði 6 m. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar umsókn um hækkun mænishæðar í 7,4 m og samþykkir að leyfileg hámarkshæð húss verði 6 m, í ljósi innkominna athugasemda.