Á fundi byggðaráð Dalvíkurbyggðar þann 13. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 erindi frá Sverri Bergssyni kt. 210465-3089 þar sem hann sækir um leyfi til að rífa núverandi atvinnuhúsnæði sitt við Sjávargötu 6b á Árskógssandi. Húsið er með tvíhalla þaki, byggt árið 1966. Birt stærð húsnæðisins er 288.0 m² og lóðarstærð er 368.0 m².
Sverrir Bergsson sækir jafnframt um að fá að byggja nýtt atvinnuhúsnæði á grunni núverandi húss. Um er að ræða hús með tvíhalla þaki, burðargrind þess er úr límtré, en útveggir og þak eru úr samlokueiningum með steinullareinagrun á milli litaðri álplatna (Yleinnigar). Vegghæð nýbyggingar er 6 m í stað 3 m á núverandi húsi og mænishæð hækkar úr 6 m í 7.4 m.
Lóðin Sjávargata 6b er inná svæði sem skilgreint er í gildandi aðalskipulagi sem hafnarsvæði.
Grenndarkynningargögn voru send til lóðarhafa við Sjávargötu 2, 4, 6 og 6A. Kynningartími á grenndarkynningargögnunum var fjórar vikur eða frá 6.október 2023 til 7. nóvember 2023.
Grenndarkynning skal ná til lóðarhafa við Sjávargötu 2, 4, 6 og 6A.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.