Felix Rafn Felixson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:38 undir þessum lið.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið kl. 15:38 vegna vanhæfis sem næsti nágranni.
Á 58.afgreiðslufundi byggingafulltrúa sem haldinn var 11.júlí sl. var eftirfarandi bókað: "HHS verktakar ehf. kt. 590517-2080, Daggarlundi 12 600 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 200 fm einbýlishúss á lóðinni Hringtúni 10, Dalvík.
Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni dags. 2023-06-16.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið."
Með greinargerð deiliskipulagsins er ákvæði um umsögn skipulagsráðs og skipulagshönnuðar vegna byggingarleyfisumsókna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn skipulagshöfundar vegna Hringtúns 10 á Dalvík, dagsett þann 6. júlí sl. Að mati skipulagshöfundar verður ekki séð að það frávik sem gert er ráð fyrir frá hæðarskilmálum gangi á hlut næstu nágranna svo teljandi sé, s.s. valdi auknu skuggavarpi á útivistarsvæði næstu nágranna né skerði útsýni þeirra. Frávikið sem felst í aukinni hæð vesturútveggs snýr að Hringtúni 9a - 9c sem er raðhús á einni hæð og stendur nokkuð hærra en fyrirhuguð nýgging. Sunnan við Hringtún 10 er gluggalaus langveggur á bílgeymslu Hringtúns 9 og þar hefur umrætt frávik á lóð Hringtúns frá skilmálum engin teljandi árhif. Varðandi þau útlitslegu gæði sem raunhæft er að sé að fara fram á er því til að svara að um er að ræða einfalt og stílhreint hús.