Frá Kötlu ehf. byggingafélagi; Umsókn um byggingaleyfi - Lyngholt 4-10

Málsnúmer 202307017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1074. fundur - 13.07.2023

Á 10. fundi skipulagsráðs þann 10. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 26. apríl 2023 frá Sveini Jónssyni fyrir hönd Kötlu ehf. vegna einbýlishúsalóðanna Lyngholts
4, 6 og 8 á Hauganesi þar sem lagður er fram uppdráttur með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, dags.
25. apríl 2023 frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt á Form ráðgjöf.
Deiliskipulagstillagan felur í sér að einbýlishúsalóðin Lyngholt 4 sé stækkuð um 402.1 m², úr 835.4 m² í 1.237.5 m²
og henni breytt í lóð fyrir einnar hæðar raðhús með fjórum íbúðum. Jafnframt er númeri lóðarinnar breytt úr Lyngholti
4 í Lyngholt 4-10. Hámarks byggingarmagn er aukið úr 300 m² og uppí 450 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð
úr 5,2 m í 4.5 m.
Einbýlishúsalóðirnar Lyngholt 6 og 8 eru sameinaðar í eina lóð fyrir parhús á einni hæð og verður Lyngholt 12-14.
Flatarmál sameinaðra lóða verður 1.270.0 m². Hámarks byggingarmagn lóðanna Lyngholt 6 og 8 er minnkað úr 600
m² niður í 500 m². Hámarksheildarhæð húss er lækkuð úr 5,2 m í 4.5 m.
Niðurstaða : Skipulagsráð telur að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Breytingartillögunni er vísað í grenndarkynningu skv. 2.mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynning skal ná yfir Lyngholt 1-5 og 2, Ásholt 1-5 og Ásveg 3-7.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á
grenndarkynningartímabili.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum"

Grenndarkynningin var til og með 12. júlí.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir breytingartillöguna ef ekki hafa borist andmæli á grenndarkynningartímabili.