Frá Bergi Þór Jónssyni; Styrkur til forvarna

Málsnúmer 202311027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1088. fundur - 16.11.2023

Tekið fyrir erindi frá Bergi Þór Jónssyni, dagsett þann 5. nóvember sl., þar sem Bergur Þór óskar eftir styrki frá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 1.000.000 vegna síðunnar sjalfstraust.is og að fylgja eftir bók sinni "Hvernig varð ég ég?" m með ferðum í sem allra flesta grunn og framhaldsskóla, því þar eru þau líf sem þurfa langmest á því að halda að læra um kvíða og þunglyndi svo þau geti mögulega skilið þau flóknu verkefni og þannig átt raunhæfan möguleika á að vinna sig í gegnum þá erfiðu skafla sem við kvíða og þunglyndis pésar munum lenda í. Fram kemur að Dalvíkurbyggð veitti honum styrk árið 2022 að upphæð kr. 100.000 sem dugði til að halda áfram rekstri síðunnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið geti ekki orðið við ofangreindu erindi.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Bergi Þór Jónssyni, dagsett þann 5. nóvember sl., þar sem Bergur Þór óskar eftir styrki frá Dalvíkurbyggð að upphæð kr. 1.000.000 vegna síðunnar sjalfstraust.is og að fylgja eftir bók sinni "Hvernig varð ég ég?" m með ferðum í sem allra flesta grunn og framhaldsskóla, því þar eru þau líf sem þurfa langmest á því að halda að læra um kvíða og þunglyndi svo þau geti mögulega skilið þau flóknu verkefni og þannig átt raunhæfan möguleika á að vinna sig í gegnum þá erfiðu skafla sem við kvíða og þunglyndis pésar munum lenda í. Fram kemur að Dalvíkurbyggð veitti honum styrk árið 2022 að upphæð kr. 100.000 sem dugði til að halda áfram rekstri síðunnar. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarfélagið geti ekki orðið við ofangreindu erindi."

Með fundarboði sveitarstjórnar var einnig til upplýsingar rafpóstur frá Bergi Þór Jónssyni, dagsettur þann 24. nóvember sl.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um Dalvíkurbyggð getur ekki orðið við erindinu.