Menningarráð

99. fundur 16. nóvember 2023 kl. 08:15 - 09:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg.

1.Fjárhagslegt stöðumat 2023(Málafl. 05)

Málsnúmer 202303205Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fóru yfir fjárhagslegt stöðumat á málaflokki 05.
Lagt fram til kynningar

2.Þóknun fyrir myndlistasýningar í Menningarhúsinu Bergi.

Málsnúmer 202311055Vakta málsnúmer

Umræður um þóknun fyrir að halda myndlistasýningu í Bergi
Menningarráð, leggur til að forstöðumaður safna komi með drög að samningi um þóknun fyrir að halda listasýningu í Bergi á næsta fund hjá menningarráði.

3.Menningartengt jóladagatal

Málsnúmer 202211113Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fór yfir hugmyndir í tengslum við vinnu við menningartengt jóladagatal hjá söfnum - og Menningahúsinu Berg.
Lagt fram til kynningar

4.Verkefnastyrkur fyrir bætt varðveisluskilyrði

Málsnúmer 202311056Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fór yfir hvernig verkefnastyrkur fyrir bætt varðveisluskilyrði væri nýttur.
Lagt fram til kynningar

5.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, fór yfir gjaldskrá safna og Menningarhússins Berg.
Menningarráð, samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá með breytingum hjá menningarhúsi.
Björk Hólm fór af fundi kl 09:28

6.Endurskoðun á reglum varðandi umsókn í Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202306129Vakta málsnúmer

Reglur um umsóknir í Menningar - og viðurkenningarsjóð Dalvíkurbyggðar teknar til endurskoðunar.
Menningarráð, leggur til að sviðsstjóri vinni drög að vinnureglum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Nefndarmenn
  • Lovísa María Sigurgeirsdóttir formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs