Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer
Á 12. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir ýmis gögn og upplýsingar í tengslum við vinnu umhverfis- og dreifbýlisráðs við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027:
a) Gildandi starfsáætlun fyrir árið 2023.
b) Yfirlit yfir framkvæmdir og fjárfestingar 2023-2026.
Málaflokkar er heyra undir ráðið eru;
03210 Heilbrigðiseftirlitsnefnd
06270 Vinnuskóli
07 Bruna- og almannavarnir
08 Hreinlætismál
09510 Eigna- og framkvæmdadeild.
10 Samgöngumál
11 Umhverfismál
13210 Fjallskil
13220 Forðagæsla og fjárveikivarnir
32200 Eignfærðar framkvæmdir ofangreindra deilda og málaflokka.
Til umræðu hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefna.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til að boðað verði til aukafundar til að vinna að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ýmis gögn er varðar vinnu ráðsins við starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun ásamt upplýsingum um stöðu mála 2023.
Farið yfir fjárfestingar á áætlun 2023-2027 og stöðu þeirra.
Farið yfir rekstur málaflokka og deilda sem heyra undir ráðið og áherslur í rekstri ræddar.
Erindi um kaup á skotbómulyftara fyrir framkvæmdasviðið er vísað til vinnuhóps um bifreiða- og tækjakaup.
Varðandi erindi um heimreið að Svæði þá óskar ráðið eftir að kostnaður og aðkoma Vegagerðarinnar verði kannað áður en ákvörðun verður tekin. Vísað til fjárhagsáætlunar 2025.
Réttinn á Árskógsströnd- skoða þarf viðhald og aðkomu sveitarfélagsins. Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fá fjallskilastjóra á fund.
b) Rekstur og starfsemi málaflokka og deilda; ráðið leggur til að Vinnuskólinn verði í óbreyttri mynd. Einnig að sett verði kr. 1.500.000 framlag í framkvæmdir við Bögg og Brúarhvammsreit - þ.e. á móti gjöfinni að upphæð kr. 1.500.000. Ráðið leggur til að gert verði ráð fyrir tiltektar- og hreinsunardegi í sveitarfélaginu með þátttöku íbúa og fyrirtækja.
c) Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir fjármagni í að gera gamla Hauganesveginn færan sem göngu- og hjólastíg. Einnig ítrekar ráðið að sótt verði um styrki til að gera upp gömlu bryggjuna á Hauganesi. Að öðru leiti leggur ráðið til að fundargerðir frá íbúafundum á Árskógssandi og Hauganesi verði fylgigögn með starfsáætlun 2024 og hafðar til hliðsjónar.