Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS, ódagsett en móttekið þann 22. ágúst sl., er varðar breytingu á afsláttarkjörum á heitu vatni, sbr. gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023, sem hefur áhrif á kostnað vegna upphitunar á Dalvíkurvelli. Félagið óskar eftir að málið verði skoðað ofan í kjölinn. Í erindinu er farið fyrir forsögu málsins.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Ungmennafélags Svarfdæla fyrir árin 2020-2023 þar sem fram kemur að styrkur til Knattspyrnudeildar UMFS (meistarflokkur)9 er kr. 1.108.568 og vegna reksturs knattspyrnuvallar kr. 11.692.179. Þarf af er heitt vatn kr. 7.102.726.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu til skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði.