Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi félagsmálaráðs í febrúar var bókað; Félagsmálaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur í stefnu um málefni aldraðra. Félagsmálaráð leggur til að einn fulltrúi frá hverjum flokki innan ráðsins verði í vinnuhópnum, Katrín Kristinsdóttir, Magni Þór Óskarsson, Lilja Guðnadóttir og starfsmenn félagsmálasviðs. Áætlað er að vinnuhópur muni kalla til hagsmunaaðila til umræðna um stefnuna. Vinna þarf erindisbréf fyrir vinnuhópinn og sækja um viðauka til byggðaráðs. Erindinu er því vísað tilbyggðaráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með 5 greiddum atkvæðum.
Bókun byggðarráðs var svohljóðandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningu frá Dalbæ og HSN á Dalvík í vinnuhópinn, 1 fulltrúi frá hvorum aðila. Sviðsstjóri félagsmálasviðs starfi með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn kalli hagsmunaaðila til fundar og samráðs eftir því sem við á. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.