Félagsmálaráð

266. fundur 14. mars 2023 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdottir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202302029Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202302029

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202303058Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202303058

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202206053Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202206053

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Gjöld v. lengdrar viðveru

Málsnúmer 202302001Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202302001

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Fjölgun NPA samninga á árinu 2023

Málsnúmer 202303057Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur dags. 23.02.2023 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Í erindi þeirra kemur fram að 1. janúar 2023 tóku gildi lög um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Breytingarnar fólust annars vegar í því að innleiðingartímabili notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) var framlengt til ársloka 2024 og hins vegar í því að fjöldi samninga um NPA sem ríkissjóður veitir framlag til er tilgreindur allt að 145 samningar á árinu 2023 og allt að 172 samningar á árinu 2024, Er þar, sbr. greinargerð, gengið út frá þeim forsendum að kostnaður við meðal samning nemi 30.m.kr. Árið 2022 veitti ríkið framlag vegna 89 NPA samninga á landsvísu og er því skv. lögum gert ráð fyrir aukningu um allt að 56 samninga árið 2023. Þar sem um töluverða aukningu er að ræða mun ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga móta nýtt verklag um móttöku og vinnslu umsókna um framlag vegna nýrra samninga. Upplýsingar þar að lútandi verða sendar sveitarfélögum um leið og þær liggja fyrir. Í ljósi þess að gerð verklagsreglna er ekki lokið er ekki tryggt að nýir samningar um NPA sem þegar hafa verið gerðir fái ríkisframlag.
Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum og óttast að velferð íbúa í smærri sveitarfélögunum sé ekki höfð að leiðarljósi.

6.Jafnréttisáætlun 2022-2026

Málsnúmer 202206106Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi félagsmálaráðs í febrúar var ákveðið að boða til aukafundar um jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Ákveða þarf tíma fyrir slíkan fund.
Félagsmálaráð leggur til að aukafundur um jafnréttisáætlun sveitarfélagsins verði þann 28.mars kl 17:00.

7.Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

Málsnúmer 202301071Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi félagsmálaráðs í febrúar átti að taka þetta mál fyrir en því var frestað fram að næsta fundi.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnti til samráðs mál nr. 253/2022, "Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027" í lok ársins 2022. Umsagnir um ályktuninga eru birtar í samráðsgátt.

Lagt fram til kynningar.

8.Stefna í málefnum aldraða

Málsnúmer 201812033Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi félagsmálaráðs í febrúar var bókað; Félagsmálaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur í stefnu um málefni aldraðra. Félagsmálaráð leggur til að einn fulltrúi frá hverjum flokki innan ráðsins verði í vinnuhópnum, Katrín Kristinsdóttir, Magni Þór Óskarsson, Lilja Guðnadóttir og starfsmenn félagsmálasviðs. Áætlað er að vinnuhópur muni kalla til hagsmunaaðila til umræðna um stefnuna. Vinna þarf erindisbréf fyrir vinnuhópinn og sækja um viðauka til byggðaráðs. Erindinu er því vísað tilbyggðaráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með 5 greiddum atkvæðum.
Bókun byggðarráðs var svohljóðandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningu frá Dalbæ og HSN á Dalvík í vinnuhópinn, 1 fulltrúi frá hvorum aðila. Sviðsstjóri félagsmálasviðs starfi með vinnuhópnum. Vinnuhópurinn kalli hagsmunaaðila til fundar og samráðs eftir því sem við á. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Lagt fram til kynningar.

9.Notendasamningur - reglur og flr.

Málsnúmer 202303060Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsmálasvið leggja fram drög að reglum um notendasamninga fyrir Dalvíkurbyggð. Reglur unnar út frá viðmiðunarreglum sem og reglum annarra sveitarfélaga.
Félagsmálaráð samþykkir reglur um notendasamning fyrir Dalvíkurbyggð.

10.Reglur um stoð og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202212058Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsmálasviðs leggja fram drög að 3 samningum fyrir Dalvíkurbyggð. Um er að ræða stuðning við börn og fjölskyldur þeirra, reglur og stoðþjónustu og reglur um stuðningsþjónustu.
Félagsmálaráð samþykkir reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra, reglur um stuðningsþjónustu og stoðþjónustu.

11.Mánaðarlegar skýrslur 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdottir Þroskaþjálfi