Fjölgun NPA samninga á árinu 2023

Málsnúmer 202303057

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 266. fundur - 14.03.2023

Tekin fyrir rafpóstur dags. 23.02.2023 frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Í erindi þeirra kemur fram að 1. janúar 2023 tóku gildi lög um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Breytingarnar fólust annars vegar í því að innleiðingartímabili notendastýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) var framlengt til ársloka 2024 og hins vegar í því að fjöldi samninga um NPA sem ríkissjóður veitir framlag til er tilgreindur allt að 145 samningar á árinu 2023 og allt að 172 samningar á árinu 2024, Er þar, sbr. greinargerð, gengið út frá þeim forsendum að kostnaður við meðal samning nemi 30.m.kr. Árið 2022 veitti ríkið framlag vegna 89 NPA samninga á landsvísu og er því skv. lögum gert ráð fyrir aukningu um allt að 56 samninga árið 2023. Þar sem um töluverða aukningu er að ræða mun ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga móta nýtt verklag um móttöku og vinnslu umsókna um framlag vegna nýrra samninga. Upplýsingar þar að lútandi verða sendar sveitarfélögum um leið og þær liggja fyrir. Í ljósi þess að gerð verklagsreglna er ekki lokið er ekki tryggt að nýir samningar um NPA sem þegar hafa verið gerðir fái ríkisframlag.
Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum og óttast að velferð íbúa í smærri sveitarfélögunum sé ekki höfð að leiðarljósi.