Byggðaráð

1095. fundur 08. febrúar 2024 kl. 13:15 - 16:48 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal; drög að samningum vegna jarða í eigu sveitarfélagsins; land- og vatnsréttingdaafnot vegna virkjana.

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jón Jónsson, lögmaður frá lögmannsstofunni Sókn fyrir hönd Arctic Hydro hf., kl. 13:15 í gegnum TEAMS.

Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Snævar Örn Georgsson frá EFLU, Skírnir Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Skírnisson og Eiður Pétursson frá Artic Hydro hf., kl. 13.15, og sveitarstjórnarfulltrúarnir Freyr Antonsson í gegnum TEAMS, Gunnar Guðmundsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Monika Margrét Sigurðardóttir. Ennig sat fundinn Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri. Tekið fyrir erindi frá Arctic Hydro hf., dagsett þann 21. desember 2023, þar sem óskað er eftir því að fá kynningarfund með Dalvíkurbyggð þar sem kynnt verða áform um fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Í kynningunni verður farið yfir tilhögun virkjunarinnar, þá forhönnun og samráð sem hefur átt sér stað, skipulagsmál, framkvæmdaraðila, reynslu af sambærilegum verkum og helstu umhverfisáhrif. Forsvarsmenn Arctic Hydro hf. kynntu ofangreind áform. Gunnar Guðmundsson vék af fundi kl. 14:10. Snævar Örn, Skírnir, Sigurbjörn og Eiður viku af fundi kl. 14:30. Katrín Sif, Monika og Freyr viku af fundi kl. 14:35.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sókn lögmannsstofu fyrir hönd Arctic Hydro hf., dagsett þann 19. janúar sl., þar sem óskað er eftir sérstökum fundi til að fara yfir meðfylgjandi gögn og jafnframt kynna málið vegna samningaviðræðna um jarðir í eigu Dalvíkurbyggðar vegna mögulegrar virkjunar Þorvaldsár í Þorvaldsdal. Dalvíkurbyggð er eigandi jarðanna Grundar og Hrafnagils, en eignarhald vatnsréttinda tengdum jörðunum er hjá íslenska ríkinu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar með Sókn lögmannsstofu til þess að fara yfir gögn málsins vegna samningaviðræðna um jarðir í eigu sveitarfélagsins. "

Til umræðu meðfylgjandi gögn vegna samningaviðræðna á milli Dalvíkurbyggðar og Arctic Hydro hf. um jarðir í eigu sveitarfélagsins vegna áforma um Árkógsvirkjun í Þorvaldsdal.

Jón vék af fundi kl. 13:52.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hlutast til um að kjörnir fulltrúar í veitu- og hafnaráði, skipulagsráði og umhverfis-og dreifbýlisráði fái sameiginlega kynningu á ofangreindu fyrir fund byggðaráðs í næstu viku.

2.Frá SSNE; Árlegur fundur SSNE með bæjar- eða sveitarstjórnum

Málsnúmer 202402010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 31. janúar sl., þar sem SSNE óskar eftir fundi með sveitarstjórn um miðjan febrúar. SSNE átti slíka fundi í öllum sveitarfélögum á síðasta ári og þóttu þeir takast vel og SSNE vill því endurtaka leikinn. Fram kemur að fundirnir eru mikilvægir fyrir miðlun upplýsinga en efni fundanna er að kynna starfsemi SSNE, áherslur ársins og það sem helst snýr að hverju sveitarfélagi fyrir sig. Hægt að óska eftir umfjöllunarefni sem hægt er að undirbúa sérstaklega.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem fyrst í samráði við SSNE á fundardegi byggðaráðs sem er á fimmmtudögum.

3.Frá Umhverfisstofnun; Tilnefning í vatnasvæðanefnd vegna laga nr. 362011 um stjórn vatnamála - Vatnaáætlun

Málsnúmer 202402009Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 2. febrúar sl. , þar sem fram kemur að í nóvember 2022 óskaði Umhverfisstofnun eftir því að sveitarfélög tilnefndu nefndarmann í vatnasvæðanefnd. Tilnefningin er hluti af framkvæmd laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 935/2011 um stjórn vatnamála. Sjá meðfylgjandi bréf sem var sent á öll sveitarfélög landsins dags. 1. nóvember 2022 Svo virðist sem Umhverfisstofnun hafi ekki borist tilnefning frá sveitarfélaginu.

Alls starfa fjórar vatnasvæðanefndir á landinu og eru þær mikilvægur hluti í gerð næstu Vatnaáætlunar Íslands sem mun taka gildi í byrjun árs 2028. Nú þegar hefur verið haldinn fyrsti fundur vatnasvæðanefnda 4. desember síðastliðinn og er næsti fundur fyrirhugaður í apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um núverandi Vatnaáætlun Íslands 2022 - 2027, lög um stjórn vatnamála og stjórnsýslu vatnamála á síðunni www.vatn.is

Það er mjög mikilvægt að sveitarfélagið taki málið til skoðunar og tilnefni fulltrúa sem fyrst ef það hyggst taka þátt í störfum nefndarinnar.

Á 357. fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2023 var samþykkt tillaga umhverfis- og dreifbýlisráðs að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veitustjóri verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.

4.Frá SSNE; Skipan í fjölmenningarráð SSNE

Málsnúmer 202401116Vakta málsnúmer

Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 19. janúar sl., þar sem fram kemur að endurvekja á fjölmenningarráð SSNE sem starfrækt var árið 2021. Fram kemur að Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi var fulltrúi Dalvíkurbyggðar en hann gefur ekki kost á sér áfram. SSNE óskar eftir að sveitarfélögin tilefni fulltrúa sinn í fjölmenningarráðið. Reikna má með 3-4 fundum á ári í fjarfundi og verkefnin ákvarðast af ráðinu sjálfu. Gert er ráð fyrir að þeir sem væru ekki í launaðri vinnu hjá sveitarfélaginu fengju greidda fundarsetur frá SSNE.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa og leggja fyrir næsta fund. "

Sveitarstjóri upplýsti að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gefur kost á sér í fjölmenningarráð SSNE.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, verði fullrúi Dalvíkurbyggðar í fjölmenningarráði SSNE.

5.Skipulagsmál ýmis

Málsnúmer 202402021Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 14:00.

Til umræðu skipulagsmál sveitarfélagsins almennt.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045; samningur við Yrki arkitektar ehf.

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Á 1083. fundi byggðaráðs þann 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs frá Yrki Arkitektum ehf. Gunnar Ágústsson, skipulagsfræðingur, í gegnum TEAMS kl. 13:15. Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6. júní sl. var samþykkt tillaga skipulagsráðs um að taka tilboði Yrki arkitekta sem áttu lægsta tilboðið í vinnu við nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Farið var yfir ferlið vegna vinnu við aðalskipulagið og næstu skref. Einnig hverjar væntingarnar eru hjá sveitarfélaginu. Gunnar vék af fund i kl. 14:02. Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Yrki arkitektar ehf. og Dalvíkurbyggðar um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Dalvíkurbyggð, sbr. tilboð.

María vék af fundi kl. 14:36.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:38.

Á 154. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Gísli Rúnar vék af fundi undir þessum lið. Gísli Bjarnason tók að sér fundarritun undir þessum lið. Íþrótta - og æskulýðsráð leggur til að málinu verði vísað inn í starfs - og kjaranefnd og inn í Byggðaráð, samfara umræðu um frístund í Dalvíkurbyggð. Íþrótta - og æskulýðsráð, leggur ríka áherslu á að finna lausn á því að opna félagsmiðstöð fyrir börn í 5. - 7. bekk.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnisblað frá sviðsstjóra, dagsett þann 22. janúar sl., varðandi vinnu á íþrótta- og æskulýðssviði, bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og málefni Frístundar.

Gisli vék af fundi kl. 15:10.
Frekari umfjöllun frestað.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202401063Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Starfs- og kjaranefnd 2024 - fundargerð frá 24.01.2024

Málsnúmer 202401126Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 24. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Soffías ehf. vatnssamningur frá árinu 2010 vegna úthlutun lóðar á Öldugötu 31; Stefna

Málsnúmer 202211062Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi afrit af stefnu frá Soffías ehf. til heimilis að Öldugötu 22 á Árskógssandi á hendur Dalvíkurbyggð. Dómskröfur stefnanda eru að stefnandi krefst aðallega að viðurkennt verði með dómi samningur félagsins og stefnda um vatnskaups og fleira sem undirritaður var 14. maí 2010, ásamt viðauka við samninginn sem dagsettur er 20. júní 2013, séu í gildi og skuldbindandi fyrir stefnda. Til vara er þess krafist að viðurkennt verði að stefnda sé skylt að veita stefnanda rétt til nýtingar vatns úr vatnslindum stefnda til 20. júní 2063 með þeim skilmálum og á þeim kjörum sem kveðið er á um í samningi stefnanda og stefnda um vatnskaup og fleira frá 14. maí 2010.
Lagt fram til kynningar.

11.Mánaðarlegar skýrslur 2023; janúar - desember

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Bókhald janúar - desember 2023 í samanburði við heimildir.
Fjárfestingar og framkvæmdir janúar - desember 2023 í samanburði við heimildir.
Launakostnaður og stöðugildi janúar - desember 2023 í samanburði við heimildir.
Þverkeysla á lykla janúar- desember 2023, bókhald í samanburði við áætlun.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.; Auglýsing eftir framboðum í stjórn lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 202401142Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsett þann 30. janúar sl., þar sem fram kemur að kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboði til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að áhugasömum gefist tími til að skila inn tilnefningum og/eða framboðum, í síðasta lagi kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 21. febrúar nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda ofangreint erindi á sveitarstjórn.

13.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 521. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202402003Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 1. febrúar 2024, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 13. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202402004Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 1. febrúar sl., þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar 13. mál; Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:48.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs