Frá Umhverfisstofnun; Tilnefning í vatnasvæðanefnd vegna laga nr. 362011 um stjórn vatnamála - Vatnaáætlun

Málsnúmer 202402009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1095. fundur - 08.02.2024

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 2. febrúar sl. , þar sem fram kemur að í nóvember 2022 óskaði Umhverfisstofnun eftir því að sveitarfélög tilnefndu nefndarmann í vatnasvæðanefnd. Tilnefningin er hluti af framkvæmd laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 935/2011 um stjórn vatnamála. Sjá meðfylgjandi bréf sem var sent á öll sveitarfélög landsins dags. 1. nóvember 2022 Svo virðist sem Umhverfisstofnun hafi ekki borist tilnefning frá sveitarfélaginu.

Alls starfa fjórar vatnasvæðanefndir á landinu og eru þær mikilvægur hluti í gerð næstu Vatnaáætlunar Íslands sem mun taka gildi í byrjun árs 2028. Nú þegar hefur verið haldinn fyrsti fundur vatnasvæðanefnda 4. desember síðastliðinn og er næsti fundur fyrirhugaður í apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um núverandi Vatnaáætlun Íslands 2022 - 2027, lög um stjórn vatnamála og stjórnsýslu vatnamála á síðunni www.vatn.is

Það er mjög mikilvægt að sveitarfélagið taki málið til skoðunar og tilnefni fulltrúa sem fyrst ef það hyggst taka þátt í störfum nefndarinnar.

Á 357. fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2023 var samþykkt tillaga umhverfis- og dreifbýlisráðs að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veitustjóri verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.

Sveitarstjórn - 366. fundur - 20.02.2024

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 2. febrúar sl. , þar sem fram kemur að í nóvember 2022 óskaði Umhverfisstofnun eftir því að sveitarfélög tilnefndu nefndarmann í vatnasvæðanefnd. Tilnefningin er hluti af framkvæmd laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og 6. gr. reglugerðar 935/2011 um stjórn vatnamála. Sjá meðfylgjandi bréf sem var sent á öll sveitarfélög landsins dags. 1. nóvember 2022 Svo virðist sem Umhverfisstofnun hafi ekki borist tilnefning frá sveitarfélaginu. Alls starfa fjórar vatnasvæðanefndir á landinu og eru þær mikilvægur hluti í gerð næstu Vatnaáætlunar Íslands sem mun taka gildi í byrjun árs 2028. Nú þegar hefur verið haldinn fyrsti fundur vatnasvæðanefnda 4. desember síðastliðinn og er næsti fundur fyrirhugaður í apríl næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um núverandi Vatnaáætlun Íslands 2022 - 2027, lög um stjórn vatnamála og stjórnsýslu vatnamála á síðunni www.vatn.is Það er mjög mikilvægt að sveitarfélagið taki málið til skoðunar og tilnefni fulltrúa sem fyrst ef það hyggst taka þátt í störfum nefndarinnar. Á 357. fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2023 var samþykkt tillaga umhverfis- og dreifbýlisráðs að sviðsstjóri framkvæmdasviðs verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veitustjóri verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að veitustjóri verði aðalfulltrúi Dalvíkurbyggðar í vatnasvæðanefnd og formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs til vara.