Byggðaráð

939. fundur 26. mars 2020 kl. 13:32 - 15:00 utan húss
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, samantekt á kostnaði við endurskoðun aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdi einnig verksamningur um gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggðar við Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónsson og félaga ehf. Stefnt er að verklokum í árslok 2021 og staðfestingu í ársbyrjun 2022.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum fyrirliggjandi verksamning.
Jón Ingi Sveinsson situr hjá.

2.Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi samningur Dalvíkurbyggðar við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir. Samningurinn er til þriggja ára, til 31.12.2022.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi þjónustusamning.

3.Kirkjuvegur 12; sala á eigninni

Málsnúmer 202003053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir kauptilboð í Kirkjuveg 12, Dalvík dagsett 23. mars 2020, frá Ragnheiði Sigvaldadóttur að upphæð kr. 23.700.000. Kauptilboðið var samþykkt 24. mars 2020 með fyrirvara um samþykki byggðaráðs og sveitarstjórnar.

Jafnframt lagður fram til samþykktar viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020. Fasteignir deild 58200, lækkun um kr 5.223.420. Hækkun söluhagnaðar deild 57880 um kr 18.035.760. Hækkun á handbæru fé kr 23.259.180.
Byggðaráð samþykkir kauptilboðið samhljóða með 3 atkvæðum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2020.

4.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 fól byggðarráð sveitarstjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs að undirbúa tillögur að útfærslu afslátta af gjöldum vegna skerðinga á vistun barna í leik- og grunnskólum Dalvíkurbyggðar vegna kórónuveirunnar, í samræmi við tillögur sem verið er að móta í sveitarfélögum landsins.

Með fundarboði fylgdi tillaga um tímabundna afslætti þjónustugjalda.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi afslætti af gjöldum, tímabundið vegna skertrar þjónustu af völdum kórónu veirunnar:

Leikskólar:
Ekkert gjald fyrir barn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu.
Ekkert gjald þann tíma sem/ef leikskóli lokar alfarið á tímabilinu.
50% gjald fyrir barn sem er skráð annan hvern dag í leikskóla á tímabilinu.
100% gjald fyrir barn sem er skráð alla daga í leikskóla vegna forgangs.

Sé um að ræða fleiri útfærslur á vistunartíma gildir að greitt er fyrir þá þjónustu sem veitt er. Vistunartími þarf að vera skilgreindur í samráði við leikskólastjóra.

Grunnskólar:
Frístund, vegna skertrar þjónustu verður innheimt eftir þeim tímafjölda sem nýttur er hjá hverju barni á tímabilinu.
Skólamáltíðir, ekki er greitt fyrir skólamat á meðan nemendur eru heima að tilstuðlan skólastjórnenda eða heilbrigðisyfirvalda.

Innheimta:
Innheimtu, vegna leikskólagjalda, frístundar og skólamáltíða seinkar um einn mánuð. Þannig verða ekki sendir reikningar um mánaðarmót mars/apríl og gjöldin því tímabundið eftir á greidd. Í lok apríl verða sendir út reikningar fyrir apríl með leiðréttingu fyrir mars.

Ofangreindur afsláttur frá venjulegri gjaldtöku er tímabundinn og gildir aðeins á meðan þjónusta er skert vegna kórónuveiru faraldursins. Þegar auglýst verður að þjónustan falli aftur í eðlilegt horf fellur afslátturinn niður.

5.Til eigenda Gásakaupstaðar ses, erindi frá stjórn.

Málsnúmer 202003140Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá stjórn Gásakaupstaðar ses, dagsettur 24. mars 2020, erindi til eigenda Gásakaupstaðar ses um framtíð stofnunarinnar og Miðaldadaga á Gásum.

Stjórnin leggur til að sjálfseignastofnuninni verði slitið og að gerður verði samstarfssamningur um fjármögnun og framkvæmd Miðaldadaga á Gásum.

Stjórnin óskar eftir afstöðu eigenda sem allra fyrst þannig að í kjölfarið verði hægt að boða til auka aðalfundar Gásakaupstaðar ses og ljúka málinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Gásakaupstað ses verði slitið.

Byggðaráð vísar umræðu um Miðaldadaga að Gásum til menningarráðs.

6.Innviðir 2020. Skýrsla átakshóps sex ráðuneyta í samráðsgátt.

Málsnúmer 202003108Vakta málsnúmer

Tekin fyrir skýrsla átakshóps sex ráðuneyta um úrbætur í innviðum sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 31. mars n.k.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri fór yfir helstu atriði skýrslunnar sem snúa að Dalvíkurbyggð. Þá fór sveitarstjóri yfir drög að umsögn um skýrsluna frá sveitarfélaginu.
Málin rædd.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða umsögn frá Dalvíkurbyggð og felur sveitarstjóra að senda hana í samráðsgátt.

7.Styrktarsjóður EBÍ 2020

Málsnúmer 202003098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett 16. mars 2019, þar sem auglýst er eftir umsóknum aðildarsveitarfélaga EBÍ í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til aprílloka, hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna.
Byggðaráð vísar erindinu til umhverfisráðs til umsagnar.

8.Vaðlaheiðargöng - glærukynning

Málsnúmer 202003136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar efni frá upplýsingafundi þann 17. mars sl. með hluthöfum í Greiðri leið ehf. um rekstur Vaðlaheiðarganga.
Lagt fram til kynningar

9.Mál til umsagnar hjá nefndarsviði Alþingis og í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202003074Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur 13. mars 2020, þar sem fram kemur að SSNE ætlar hér eftir að senda sveitarfélögum og eftir atvikum öðrum hagsmunaaðilum, upplýsingar um mál sem eru til umsagnar hjá stjórnvöldum.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fundargerð 7. fundar stjórnar SSNE frá 11. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri