Íþrótta- og æskulýðsráð

126. fundur 05. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Gísli Bjarnason vék af fundi undir fyrsta lið.

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2020

Málsnúmer 202011037Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.

Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar og ábendingar. Kosning ráðsins mun fara fram með rafrænum hætti og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi senda nefndamönnum slóð til að kjósa á í vikunni. Einnig hefst íbúakosning síðar í þessari viku, eða um leið og hún verður tilbúin.

Eftirfarandi tilnefningar bárust:

Borja López Laguna - Knattspyrna - Dalvík/Reynir

Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

Einnig sendi Blakfélagið Rimar tilnefningu um Arnór Snæ Guðmundsson sem blakara ársins 2020. Tilnefningin kom eftir að formlegum fresti hafði lokið.
Þar sem tilnefningarform frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kom seint í desember til félagsmanna telur ráðið að tími félaganna hafi ekki verið nægilega langur og samþykkir því íþrótta- og æskulýðsráð með 5 atkvæðum að tilnefna Arnór Snæ Guðmundsson fyrir blak.
Einnig samþykkir íþrótta- og æskulýðsráð með 5 atkvæðum að tilnefna eftirtalda aðila til kjörs á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar 2020

Ingvi Örn Friðriksson - kraftlyftingar

Sveinn Margeir Hauksson - knattspyrnu
Gísli Bjarnason kom aftur inn á fundinn kl. 8:50

2.Hvatagreiðslur og Covid19

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur fengið fyrirspurn um hvort það sé möguleiki á að auka sveiganleika varðandi tímamörk á hvatagreiðslum íþróttafélaga á þessum óvissutímum. Þ.e. hvort hægt sé t.d. að hliðra til reglunum þannig að styrkur lækki ekki þó svo að skráning dragist út janúar. Alla jafna lækkar styrkupphæð því lengur sem líður frá upphafi námskeiðs þar til foreldrar skrá iðkanda.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að tæknileg útfærsla sé mjög auðveld og hefur verið notuð áður þegar upp hafi komið tæknilegt vandamál og tími til skráninga hafi þá verið mjög stuttur, eða jafnvel kominn fram yfir tímamörk þegar námskeiðin eru búin til í ÆskuRæktar kerfinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum í ljósi þess hve óvissan hafi verið mikil vegna Covid19 faraldurs, að þeir sem skrái iðkendur fyrir 1. febrúar fái hvatastyrk að fullu.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi