Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.
Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar og ábendingar. Kosning ráðsins mun fara fram með rafrænum hætti og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi senda nefndamönnum slóð til að kjósa á í vikunni. Einnig hefst íbúakosning síðar í þessari viku, eða um leið og hún verður tilbúin.
Eftirfarandi tilnefningar bárust:
Borja López Laguna - Knattspyrna - Dalvík/Reynir
Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur
Einnig sendi Blakfélagið Rimar tilnefningu um Arnór Snæ Guðmundsson sem blakara ársins 2020. Tilnefningin kom eftir að formlegum fresti hafði lokið.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna að undirbúning í samræmi við umræðu.