Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer
Byggðaráð samþykkti á fundi sínum eftirfarandi tillögur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðss:
a) Skíðafélag Dalvíkur: Í ljósi þess að óvissan er mjög mikil, þá er lagt til að félagið fái fjármagn af áætlun 2021 (5.000.000) greitt fyrir áramót til að félagið geti staðið við skuldbindingar vegna launa og annars reksturs fram að áramótum. Þessa greiðslu þyrfti að greiða á næstu dögum. Félagið leiti leiða til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki í vetur og í lok vetrar verði staðan tekin til að meta hvort og þá hversu mikið vanti upp á reksturinn til að klára árið 2021 (þ.e. hefja vertíðina að hausti 2021).
b) Barna- og unglingaráð UMFS (knattspyrna): Dalvíkurbyggð mun ekki styrkja Barna- og unglingaráð þar sem félagið mun fá styrk/greiðslu frá aðalstjórn UMFS.
c) Sundfélagið Rán: Félagið fái niðurfellt 50% af leigu á sundlauginni í ljósi þess að aðstaðan hefur ekki verið til staðar hluta af ári og félagið finni aðrar leiðir til að brúa bilið, s.s. með minni útgjöldum eða auknum fjáröflunum.
d) Blakfélagið Rimar: Ekki þarf að leggja neitt til, þar sem umsóknin er dregin til baka.
e) Dalvík/ Reynir - rekstur knattspyrnuvallar: Lagt til að árið 2021 verði styrkupphæð í samningi óbreytt (þrátt fyrir lægri útgjöld árið 2020 en gert var ráð fyrir, en þar er vissulega fyrirvari á því). Við teljum ekki vera tímann núna til að auka stöðugildi og leggjum því til að þessari umræðu um starfsmann verði frestað um eitt ár og staðan tekin við gerð fjárhagsáætlunar 2022.