Íþrótta- og æskulýðsráð

124. fundur 10. nóvember 2020 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Gunnar Eiríksson boðaði forföll. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir mætti í hans stað.

1.Staða íþróttafélaga vegna COVID19

Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkti á fundi sínum eftirfarandi tillögur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðss:
a) Skíðafélag Dalvíkur: Í ljósi þess að óvissan er mjög mikil, þá er lagt til að félagið fái fjármagn af áætlun 2021 (5.000.000) greitt fyrir áramót til að félagið geti staðið við skuldbindingar vegna launa og annars reksturs fram að áramótum. Þessa greiðslu þyrfti að greiða á næstu dögum. Félagið leiti leiða til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki í vetur og í lok vetrar verði staðan tekin til að meta hvort og þá hversu mikið vanti upp á reksturinn til að klára árið 2021 (þ.e. hefja vertíðina að hausti 2021).
b) Barna- og unglingaráð UMFS (knattspyrna): Dalvíkurbyggð mun ekki styrkja Barna- og unglingaráð þar sem félagið mun fá styrk/greiðslu frá aðalstjórn UMFS.
c) Sundfélagið Rán: Félagið fái niðurfellt 50% af leigu á sundlauginni í ljósi þess að aðstaðan hefur ekki verið til staðar hluta af ári og félagið finni aðrar leiðir til að brúa bilið, s.s. með minni útgjöldum eða auknum fjáröflunum.
d) Blakfélagið Rimar: Ekki þarf að leggja neitt til, þar sem umsóknin er dregin til baka.
e) Dalvík/ Reynir - rekstur knattspyrnuvallar: Lagt til að árið 2021 verði styrkupphæð í samningi óbreytt (þrátt fyrir lægri útgjöld árið 2020 en gert var ráð fyrir, en þar er vissulega fyrirvari á því). Við teljum ekki vera tímann núna til að auka stöðugildi og leggjum því til að þessari umræðu um starfsmann verði frestað um eitt ár og staðan tekin við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsóknir um styrk úr afreks- og styrktarsjóði 2020

Málsnúmer 202011036Vakta málsnúmer

Auglýsa þarf eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Með fundarboði fylgdu drög að auglýsingu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum þar sem umsóknarfrestur verður til og með 26. nóvember. Umsóknirnar verða teknar fyrir á fundi ráðsins 1. desember nk.

3.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2020

Málsnúmer 202011037Vakta málsnúmer

Undirbúa þarf kjör og lýsingu á íþróttamanni ársins í ljósi þess að við búum alla jafna við takmarkanir á samkomum vegna kórónuveirufaraldurs.
Umræða fór fram á fundinum um útfærslu og mögulegar leiðir til að lýsa kjörinu með rafrænum hætti. Talið best að vinna út frá því að takmarkanir verði umtalsverðar og taka svo ákvörðun um endanlega útfærslu miðað við aðstæður og þær takmarkanir sem við búum við í janúar. Einnig þarf að huga að því með hvaða hætti aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði kjósi ef það þarf að gerast í fjarfundi.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna að undirbúning í samræmi við umræðu.
Jóhann Már Kristinsson kom inn á fundinn kl. 8:40

4.Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð hefur ekki sett sér heildstæða stefnu í lýðheilsumálum. Ræða þarf hvort og þá með hvaða hætti slík stefna verði gerð.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að lagt verði af stað í gerð lýðheilsustefnu. Þar verði sérstaklega hugað að hlutverki og tilgangi heilsueflandi samfélagi í Dalvíkurbyggð.
Samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum.

5.Tillögur menningarfulltrúa landshlutanna að aðgerðum á sviði menningar og lista innan stefnumótandi byggðaáætlunar 2018-2024

Málsnúmer 202011045Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur menningarfulltrúa landshlutanna að aðgerðum á sviði menningar og lista innan stefnumótandi byggðaáætlunar 2018-2024 - 202011045

6.Gjaldskrár 2021; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Á 964. fundi byggðaráðs samþykkti ráðið að breytingar á gjaldskrám fylgi áfram verðbólguspá sem er nú 2,7% fyrir árið 2021. Byggðaráð fól sviðsstjórum fagsviða að gera viðeigandi breytingar sem og að taka tillit til ábendinga sem fram koma í samantekt sveitarstjóra.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir endurskoðaða gjaldskrá samhljóða með 5 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi