Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi auglýsing um skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild, listi frá árinu 2019. Einnig fylgdi fundarboði listi með tillögum að breytingum vegna breytinga á starfsheitum hjá Dalvíkurbyggð sem og vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild með fyrirliggjandi tillögum að breytingum og vísar skránni til umsagnar stéttarfélaga eftir því sem við á."
Birting í Stjórnartíðindum þarf að vera fyrir 1. febrúar ár hvert svo að nýr listi öðlist gildi.
Rúna vék af fundi kl. 14:23.