Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir frá fjármála- og stjórnsýslusviði kom inn á fundinn kl. 14:42.
Til umræðu fjárhagsrammar og forsendur fjárhagsáætlunar 2021 og 3ja ára fjárhagsáætlunar.
Ekki liggur enn fyrir þjóðhagsspá að sumri eða forsendur frá Sambandinu en stjórn Sambandsins bókaði á fundi sínum þann 12. júní að "hún telur það vera áhyggjuefni að vegna frestunar á framlagningu fjármálastefnu og fjármálaáætlunar 2021-2025 muni óvissa í forsendum fjárhagsáætlana verða meiri en ella. Leggja þarf sérstaka áherslu á nána samvinnu hlutaðeigandi ráðuneyta, Hagstofu Íslands og Sambandsins, þannig að tryggt verði með öllum ráðum að sveitarfélögin fái sem gleggstar upplýsingar, og í tæka tíð, fyrir gerð fjárhagsáætlana þeirra."
Launafulltrúi sendir út þarfagreiningu vegna launa til stjórnenda núna um mánaðarmótin.