Á 948. fundi byggðaráðs þann 25 júní 2020 var eftirfarandi bókað;
"Tekið fyrir bréf dagsett 9. júní 2020 frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þar sem kallað er eftir umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði. Í niðurlagi er þess beint til sveitarfélaga í Eyjafirði að þau eigi viðræður sín á milli við undirbúning umsagna/umsagnar. Óskað er umsagnar fyrir 9. júlí n.k. Farið yfir umsagnir sveitarstjórna við Eyjafjörð um málið. Lagt fram fundarboð frá SSNE vegna upplýsingafundar í Bergi föstudaginn 26. júní, flutt verða erindi til kynningar á tækniframförum í fiskeldi. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar ítrekar fyrri bókanir sínar sem snúa að samtali sveitarfélaganna við Eyjafjörð um málið."
Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 14. apríl 2021, þar sem tilkynnt er að ekki þykir rétt að halda áfram málsmeðferð til undirbúnings ákvörðunar um breytingar á auglýsingu nr. 460/2004 um friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska í skjókvíum er lýst óheimilt á tilteknum svæðum. Fulltrúi ráðuneytisins mun á hinn bóginn á vettvangi svæðisráðs fyrir standsvæðaskipulag um Eyjafjörð greina frá því samráðsferli sem hófst með bréfum ráðuneytisins þann 9. júní 2020 og munu lýst sjónarmið og upplýsingar því nýtast í vinnu svæðisráðanna, þar sem fulltrúar sveitarfélaga eiga einnig sína fulltrúa.